Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 98
92
Einar Öl. Sveinsson
Skímir
vogi og rústir biskupshallarinnar, þar sem Hákon Hákonarson
dó. Magnúsarkirkjan er feikna mikið og glæsilegt hús, reist í
öndverðu á 12. öld, en aftur og aftur við hana bætt. Hún hef-
ur nokkuð af hreinleik og heiðríkju rómanska stílsins, þó að
hún sé vitanlega að mestu frá gotneskum tíma.
Um kvöldið dreifðist hópurinn. Sumir urðu eftir, aðrir fóru
með skipi til Aberdeen. Allir voru ánægðir. Við höfðum hinar
skemmtilegustu endurminningar um Hjaltlendinga, og einnig
Orknejdnga, að því leyti sem hinn skammi tími leyfði nokkur
kynni. Við fundum hjá þeim glöggva tilfinningu fyrir nor-
rænum uppruna sínum, og þeir tóku okkur eins og bræðrum
sínum. Sömuleiðis þótti mér mikið varið í að kynnast mörg-
um Skotunum. Og verk snillinganna, dr. Simpsons og Mr.
Davis, hafði farið ágætlega úr hendi. Áður en við skildum,
höfðum við ákveðið að halda aftur svipað mót í Björgvin að
tveimur árum liðnum.
IX.
Einkennileg áhrif hafði það á marga okkar að koma á þess-
ar fornu norrænu slóðir, ekki sízt held ég okkur Islendingana
og Norðmennina. Hér var nálega hvert örnefni norrænt að
uppruna, og það var eins og sá tími lykist upp fyrir manni,
þegar norræn tunga gekk hér um allt og ekki var meiri mun-
ur á máh Orkneyinga og íslendinga en Norðlendinga og Sunn-
lendinga og menning og menntir í þessum löndum var hvað
öðru líkt. Þá ortu þeir saman Háttalykil Rögnvaldur kali,
fæddur í Noregi, en jarl í Orkneyjum, og Islendingurinn Hall-
ur Þórarinsson. Þá skrifaði Islendingur sögu Orkneyjajarla,
og studdist hann að nokkru við íslenzkar, að nokkru við
orkneyskar heimildir.
Orkneyingar og Hjaltlendingar voru þá virkir þátttakendur
í norrænni menningu og ekki aðeins þolendur eða aðeins
móttakendur. Kvæðalist, sagnir, rúnir og skurðlist var þar allt
í blóma. Hildinakvæðið sýnir, að á síðmiðöldum muni engin
þurrð hafa verið á kvæðagerð þar. Fyrir hugarsjónum okkar
reikuðu svipir fornaldar.