Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 184
GRÍMUR JÓNSSON AMTMAÐUR:
BROT ÚR ÆVI ÍSLENDINGS
Meðal óskrásettra skjala úr fórum Gríms Jónssonar amtmanns í Lands-
bókasafni er sjálfsævisögubrot hans á dönsku, bæði uppkast og hreinskrift,
með fyrirsögninni: „Brudstykke af en Islænders Liv“, og fer jiað hér á
eftir í íslenzkri þýðingu. Handrit þetta er í sama böggli sem bréf Ingi-
bjargar Jónsdóttur til Grims, bróður hennar, en þau hefur Finnur Sig-
mundsson landsbókavörður gefið út (Húsfreyjan á Bessastöðum, Rv. 1946).
Grimur Jónsson fæddist árið 1785. Hann lauk lögfræðiprófi frá Hafnar-
háskóla vorið 1808, gekk síðan í danska landherinn, tók herforingjapróf
með miklum sóma 1810 og var kennari við herskóla um alllangt skeið.
Grimur varð bæjarfógeti í Skelskör 1819, amtmaður í Norður- og austur-
amti á Islandi 1824, bæjarfógeti í Middelfart 1833 og loks amtmaður á
ný í Norður- og austuramti 1842 eftir Bjarna Thorarensen. Grimur kvænt-
ist árið 1812 danskri konu, Birgitte Cecilie Breum (1791—1853), prests-
dóttur frá Jótlandi. Þau eignuðust tíu böm, sem ílentust öll erlendis nema
Þóra Melsteð kvennaskólastýra.
Ævisögubrotið ritaði Grimur haustið 1843, en þá um vorið kom hann
til Islands og tók við amtmannsembætti í síðara sinn og hafði þá skilið
konu sína og börn eftir í Danmörku. Grimur ræðir í sögubrotinu heim-
ilisböl sitt, sem hann rekur til ólíkrar afstöðu hjónanna til Islands og
Danmerkur. Til er vitnisburður nákunnugs manns, Bjama Thorsteinsson-
ar amtmanns, um heimilishagi Gríms. Bjami skrifaði endurminningar
um Grim (Blanda VII, 51—58), og segir þar á þessa leið: „Húshagur
hans vissi eg að allan seinni hluta æfinnar var heldur ógleðilegur, og
það sér í lagi af tveimur aðalorsökum. Fyrst þeirri, að efnahagur hans
var ætíð þröngur, því sjálfur var hann fátækur og öðlaðist ekki rika
giftingu, en hafði mikla fjölskyldu að forsorga, og þar næst, að geðsmunir
hans og konunnar áttu ekki vel saman. Hún var að sönnu í flestu tilliti
væn kona, sæmilega gáfuð og vel að sér, en nokkuð þéttlynd, og ekki
nægilega þýð og glaðsinna, til að laga og mýkja hans köldu og vanstilltu
geðsmuni. Hann sjálfur viðurkenndi oft hennar mörgu góðu eiginlegleika,
ekki minnst hennar sparsemi, og játaði betur hefði farið, að hún hefði
stjórnað efnahag þeirra. Hann vildi fyrir hvern mun, þó hann á seinni
ámm hefði viðunanlegt embætti í Danmörku, komast hingað til lands
aftur, en þetta vildi hún, eigin og bamanna vegna, hartnær öldungis ekki,