Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 112
106
Pétur Sigurðsson
Skírnir
daga í sögu landsins, safnaði öllu, sem hann festi hönd á,
í þeim fræðum, en safn hans týndist í brunanum mikla í
Skálholti árið 1630, og er það tjón óbætanlegt. Séra Jón
Egilsson skrifaði annál sinn í Skálholti, og sennilega að hvöt-
um biskups. Ötrúlegt er, að Oddur biskup hafi ekki haft
aðra vitneskju um þingreiðina miklu árið 1527 en sögn séra
Einars eða að hann hefði ekki leiðrétt séra Jón, hefði hann
talið þessa frásögn fjarri öllum sanni.
Hólmganga tíðkaðist með germönskum þjóðum framan úr
heiðni sem sönnunargagn í dómsmálum og margar aldir eft-
ir að þessar þjóðir tóku kristni. Þetta var „Guðsdómur“.
„Cui Deus dederit victoriam illi credite“, þeim, sem Guð
gefur sigur, trúið honum, segir í fomum lögum á Bæjara-
landi. Nikulás páfi gaf árið 858 þann úrskurð, að hólmganga
í þessu skyni væri réttlát og lögleg viðureign. Síðar barðist
kirkjan af alefli gegn þessum sið, en hann var rótgróinn í
meðvitund manna og hélzt enn um margar aldir, þangað
til önnur sönnunargögn mddu sér til rúms, einkum kviðir.
Guðsdómur þessi hverfur snemma á Norðurlöndum, er enn
á Englandi fram á 13. öld, en á Þýzkalandi og Frakklandi
er hann enn í tízku fram undir lok miðalda, jafnvel fram
á 16. öld.
Það verður að játa, að oss kemur kynlega fyrir sjónir,
að biskupar skyldu grípa til þessa bragðs að láta Guð skera
og skapa með þeim á þennan hátt. 1 Biskupaannálum er
ekki sagt, að legið hafi við bardaga, aðeins að góðir menn
áttu hlut í með þeim og sættu þá. Vera má, að þá er sættin
var gengin saman, hafi verið efnt til þessarar hólmgöngu
til skemmtunar alþýðu, Norðlingar og Sunnlendingar þannig
látnir reyna með sér, án þess að alvara væri eða mannhætta
fyrir einvígismenn, enda hefur þeim þá verið kunnugt um,
í hverju skyni var stofnað til hólmgöngunnar. En vel mátti
það dyljast alþýðu manna, ef sættir hafa tekizt greiðlega.
Séra Einar veit öll deili á Sunnlendingnum, en einungis
skírnarnafn Norðlingsins, og hefði hann ekki þurft að láta
sig muna um að feðra hann, ef hólmgangan er ekki annað
en uppspuni. Og ef öll þessi nákvæma frásögn af hólm-