Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 126
120
Stefán Einarsson
Skímir
um, um leið og ég vaknaði. Síðari hluta nam ég vel og mundi. Var vísan
um tíðarfarið og ástand manna. Þetta er niðurlagið:
En kljúfa munu og krjúfa
Kalda brynju
Foldarfrera
Fránangursliðar,
Seint en um síðir,
Seint þó um síðir.
Þegar ég vaknaði, heyrði ég hvassan vind þjóta úti. Var þá komin asa-
hláka, er klauf og krauf hina köldu klakabrynju austursveita á fáum dög-
um, svo mönnum varð borgið með fénað sinn. Gerðu lækirnir margan foss
kátan.
Draumur þessi fannst mér ágæt mynd af batanum á eftir, sem varð
með geysilegum hvassviðrum, sem söngurinn mun hafa bent á. Allur bat-
inn var mikilfenglegur, en fagur eins og flagðkonan og æsingasamur".
Þessi draumsjón Sigfúsar — frá 1910 — er merkileg vegna
þess, að í henni fara saman söngurinn, æðiskenndar líkams-
hreyfingar fyrstu tveggja draumvísnanna og nákvæm stæling
á galdralagi Eddukvæðanna og Snorra.
Þótt dæmin, sem nefnd hafa verið, séu eigi ýkjamörg, hafa
þau vonandi nægt til að sýna, að íslenzka draumvísan á heima
í umhverfi draum-, drauga- og fyrirhurðavísna. Margar þeirra
einkennir auk þess endurtekning síðasta vísuorðs að dæmi
galdralags Snorra, en galdralagið er af fornum germönskum
uppruna. Kvæðamenn geta verið mennskir, draugar eða tröll.
Það kynni að vera lærdómsrikt að rekja samband draum-
vísnanna við fyrirhurða- og leiðslusögur á Islandi og í Evrópu.
Við skjótan lestur á H. R. Patch, The Other World ... in
Medieval Literature (1950) fann ég ekkert, en það er ef til
vill ekki að marka, því að hann hefur safnað efni fyrirburð-
anna, en ekki framsetningarhætti þeirra. Geta má þess hér,
að Einar Öl. Sveinsson hefur sýnt, að Jámgrímsþáttur Njálu
hefur sótt efni í Díalóga Gregors mikla.
En nú vaknar spumingin, hvort nokkurt samband sé milli
draum- og fyrirhurðavísna og fjölkynngi seiðsins. Eins og
kunnugt er, þá er víða minnzt á seið í sögunum, og sums stað-
ar er honum lýst allnákvæmlega. Allt þetta hefur Dag Ström-
back tekið til nákvæmrar rannsóknar í doktorsritgerð sinni