Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 130
124
Stefán Einarsson
Skímir
kvæðamannanna finnsku, þegar hann heimsótti mig í nóvem-
ber 1950 (ég las svo Sturlungu í jólaleyfinu og tók þá eftir
formála draumvísunnar), heldur sendi hann mér síðar fjölda
af ritgerðum, sem hann hafði sjálfur skrifað um efnið, og
síðast en ekki sízt skýrði hann mér bréflega frá nýlegum rit-
um finnskra fræðimanna um efnið, einkum því, sem þau
Elsa Enájárvi-Haavio og A. 0. Váisánen höfðu lagt til mála.
I grein sinni, „Framförandet av Kalevala-runoma", Bud-
kavlen 1936, leiðir Otto Andersson tvö höfuðvitni í málinu,
þá Hemik Gabriel Porthan (1778) og Josep Acerbi (1802),
en teikningar hans af athöfninni urðu brátt mjög þekktar.
Porthan lýsir athöfninni á þessa leið í ritgerð sinni, De poesi
fennica, en sú frásögn mun lengi hafa verið talin elzta lýs-
ing á athöfninni:
„Það em alltaf tveir, sem syngja, forsöngvari og meðhjálp-
ari hans. Þeir kveða á víxl, þannig að þegar forsöngvarinn
er kominn aftur undir síðustu samstöfur vísuorðsins, þá tek-
ur meðhjálparinn undir, og kveða þeir svo báðir vísuorðið
út. Þá þagnar forsöngvarinn, en meðhjálparinn endurtekur
allt vísuorðið frá byrjun til loka. Þá byrjar forsöngvarinn
á nýju vísuorði og svo koll af kolli. „Lagið, sem söngvarinn
kveður, er alltaf eitt og hið sama, því nær tilhreytingar-
laust .. . Kvæðamennirnir sitja á víxl annaðhvort hlið við
hlið eða hvor á móti öðmm svo þétt saman, að þeir geta
tekizt í hendur og lagt hné við hné, hægra hné annars og
vinstra hné hins, en á hnén styðja þeir samtengdum hönd-
unum; og á meðan þeir kveða, róa þeir sér öllrnn hægt, eins
og þeir ætluðu sér að stanga saman höfðum ... Mjög sjaldan
kveða þeir standandi . .. “ “
Acerbi, sem teiknaði myndir af athöfninni, talar líka um
hörpuslagara og tvo menn, sem kváðu. Þeir sátu hvor á móti
öðmm, tókust í hendur, kváðu og reru sér eftir hljóðfallinu,
svo að þeir lyftu hvor öðrum á víxl af bekknum, sem þeir
sátu á. En Acerbi lýsir kvæðamönnum líka á annan hátt:
standa þeir þá mitt í mannhring og kveða. Þessi síðast-
nefnda lýsing hefur ýtt undir Otto Andersson að safna
mörgum dæmum af svipuðu tagi, þar sem kvæðamennirnir