Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 82
78
Einar Ól. Sveinsson
Skirnir
nafni ömð; sú ey er við Hálogaland; væru þessi nöfn dreg-
in af stofni orðanna ami og að ama og kynnu eyjarnar að
hafa verið erfiðar sjófarendum fyrrum. Allar eru Hjaltlands-
eyjar í hóp nema Foula, sem er nokkuð vestur frá hinum,
há og frekar hrikaleg að sjá; í fornu skjali er nefndur
maður í Fugli við Hjaltland, það er þessi ey.
En nú erum við komnir inn í Bressay Sound, Brúseyjar
sund. Á báðar hendur má sjá bæi, umhverfis þá er grænt
og grösugt land; hæðirnar eru lyngvaxnar; gróður er upp á
hrúnir. Sumstaðar má sjá í hókum, að Hjaltland sé fjöllótt;
það er rangt, hæðótt er það, en ekki fjöllótt; enginn saman-
burður á því og t. d. Færeyjum að þessu leyti, og allra
hæsta fellið á Hjaltlandi, Ronas Hill, er því sem næst helm-
ingi lægra en Esjan.
Skipið heldur áfram sína leið, unz við okkur blasir Leir-
vík. Það er ekki stór hær, íbúar 4000—5000; húsin, sem við
okkur blasa, eru í hrekku upp frá höfninni. Neðstu og næstu
húsin minna mig á hús í kauptúnum í Færeyjum; hér rétt
hjá er Thule-bar úr timbri. En brátt verða húsin stærri, úr
steini. En einmitt þegar augun eru að drekka í sig þessa
nýju sjón, kemur stærðar demba; víkingarnir stíga á land
og flýta sér með farangur sinn í stórar bifreiðir, sem híða
okkar. Áður en varir, erum við komnir inn í aðalgötu bæj-
arins, Commercial Street. Henni er svo háttað, að hún liggur
með sjónum, þannig að hús eru báðum megin, og snúa þá
húsin í neðri röðinni baki að sjónum. Ég fékk undir eins
mestu mætur á Commercial Street. Það er hvorki beint né
bogið, heldur með mörgum einkennilegum hlykkjum og horn-
um; húsin standa við það alveg eins og þeim þóknast, stund-
um því sem næst með götunni, stundum þvert fyrir, oftast
einhvern veginn á ská; stundum er gatan örmjó, stundum
breikkar hún alveg óvænt í einhverja átt; frá henni liggja
hér og þar örmjóir stígar upp brekkuna. Á Commercial Street
réðu fótgangandi menn öllu, og bílarnir snigluðust áfram,
hægt og klunnalega eins og kýr, með stór, heimsk augu og
viku úr vegi ýmist til hægri eða vinstri.
Leiðin var ekki löng til áfangastaðarins, þar sem við átt-