Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 15
Skírnir
Björn Magnússon Ólsen
13
af þeim Styrmi og Sturlu.“ Hér var um að ræða könnun
á heimildunum um sögu vora fyrstu aldirnar, sem varð enn
brýnni, þegar það auk þess kom í ljós, að varla nokkur af
Islendinga sögum var samin fyrir 1200 og flestar jafnvel eftir
miðbik 13. aldar.
Þeir menn, sem hafa tekið og enn taka vitnisburð íslend-
inga sagna fram yfir vitnisburð Landnámu, hafa ekki gert
sér grein fyxir því, að þeir eru að leika sér að eldi. Niður-
staðan verður, að engu sé treystandi. Tvær heimildir, sem
segja sitt hvor, geta báðar verið rangar og að engu hafandi,
en þær geta ekki báðar verið jafnsannar. Það kann að virð-
ast hart að þurfa að hafa mikið fyrir því að fá svo augljóst
mál viðurkennt. En ef það er nauðsyn, má ekki horfa í fyrir-
höfnina. — Og enn er hér fleira í húfi en söguleg heimilda-
könnun. Islendinga sögur eru þjóðargersimar, sem varla verða
of mikils metnar, hvort sem litið er á þær sem listaverk,
sem guðspjöll fornrar hámenningar eða á áhrifavald þeirra
á síðari öldum. Þær hafa ef til vill öllu öðru fremur mótað
hugsunarhátt þjóðarinnar og ekki sízt einmitt síðustu 200
árin. Islendingum er ekkert annað sæmandi en að reyna að
vita allt sem sannast og réttast um þessar sögur, um mynd-
un þeirra og eðli, um snillingana, sem sömdu þær, hvað þeir
ætluðu sér, hvað þeir voru að gera, um list þeirra og hug-
sjónir. Það er brýnt skilyrði þess að lesa sögumar sér að
fullu gagni og finna raunverulegasta gildi þeima. Og það er
mesta lítilsvirðing, sem unnt er að sýna þessum sögum, að
gefa það í skyn, að þær þoli ekki að vera skoðaðar með ber-
um augum og í fullri dagsbirtu, að þær þoli ekki ljós fræði-
legra rannsókna. Miklu fremur ættu menn að skilja, að slík
rit muni vaxa því meir sem menn þekkja þau og skilja betur.
Fomsögumar em svo snar þáttur í líftaug íslenzkrar menn-
ingar, að heilbrigður skilningur þeirra er eitt af skilyrðun-
um fyrir andlegri heilbrigði þjóðarinnar. Og sannleikurinn
einn er heilbrigður, þegar til lengdar lætur.
I ræðu sinni á stofnunarhátíð Háskóla Islands fyrir 40
árum mælti Bjöm M. Ölsen meðal annars á þessa leið:
„Markmið háskóla er fyrst og fremst þetta tvennt: 1) að