Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 103
Skírnir
Lénarður og Eysteinn í Mörk
97
að víg Lénarðs hafi orðið árið 1502 og að hann hafi verið
fógeti á Bessastöðum. Séra Jón Halldórsson hafði Fitjaannál
undir höndum og tók þetta tvennt upp í annál sinn. Að
öðru leyti endursegir hann frásögn Biskupaannála. Þó er
þetta nýtt hjá honum: ummæli Stefáns hiskups og það, að
hann hafi sett Torfa hægar skriftir, og enn, að Eysteinn
varð fyrir hægum sektum.
Oddur Eiriksson, höfundur Fitjaannáls og sonarsonur Odds
biskups Einarssonar, ritar annál sinn á síðasta tugi 17. aldar,
nálega tveim öldum eftir víg Lénarðs og þrem mannsöldrum
síðar en Biskupaannálar voru ritaðir. Hann virðist ekki hafa
farið mjög eftir rituðum heimildum um fyni tíma, öðrum
en Skarðsárannál og Biskupaannálum, sem hann hagnýtir sér
hvergi nærri til fulls, enda fátt um frásagnir um langt ára-
bil. Ætla mætti, að hann kynni að hafa haft heimild, sem
nú er óþekkt, en sé svo, þá hefur sú heimild ekki verið mjög
sannfróð og tæplega mjög gömul, þar sem hann kallar Torfa
í Klofa riddara. Víg Lénarðs hefur hann getað tekið upp úr
Biskupaannálum, enda þótt hann segi ekki frekari atvik, þar
sem hann hefur ýmsar aðrar frásagnir úr þeirri heimild.
Séra Jón Halldórsson er manna vísastur til þess að hafa
haft undir höndum heimildir umfram samtíðarmenn sína,
og er hugsanlegt, að í frásögn hans skíni hér í heimild, sem
nú er glötuð. Hins vegar voru nánustu niðjar hans hinir
mestu fræðimenn og hirðumenn á allar heimildir, svo að
það er ekki tiltakanlega líklegt, að merkileg heimild um
15.—16. öld, er séra Jón hefði haft, væri nú með öllu horfin.
Nákvæm rannsókn á Hirðstjóraannál og heimildum hans gæti
sennilega skorið úr þessu. En séra Jón hafði hæði Biskupa-
annála og Fitjaannál, auk margra heimilda annarra. Frá-
sögn hans um þetta gæti þó verið reist á þessum tveim heim-
ildum einum. Ummæli Stefáns biskups hafa á sér ósvikinn
munnmælablæ, en um skriftimar gat verið ályktun dregin
af orðum Biskupaannála og þvi, að vitanlegt var, að Eysteinn
hélt sæmd sinni eftir þetta. Munnmæli hafa vafalaust geng-
ið lengi um Torfa í Klofa.
Rétt er að athuga nánar ártalið í Fitjaannál, 1502. Séra
7