Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 224
216
Ritfregnir
Skímir
verið utangarna, þar til maður hefur lesið þessa bók. Hér er skáldbónd-
anum lýst af slíkri snilld og fjölskyldu hans, að ég hygg, að eins lengi
muni uppi vera og verk Guðmundar sjálfs. Hér fær allt hold og blóð,
líf og lit; manni finnst maður kominn inn í baðstofuna á Sandi til þessa
Njáls nútímans, sjá hann ekki aðeins við skrifborðið, sem aldrei var neitt
skrifborð, heldur líka úti í engi og hrauni í flokki sona sinna, skipandi
fyrir, sívinnandi og síárvökulan.
Þrátt fyrir allt var Guðmundur mikill gæfrunaður, og það ekki sízt
fyrir þá sök, að hvorki brást honum kvonfangið né sonaeignin, með þeirri
undantekningu þó, að hann varð að sjá hinum efnilegasta á bak fyrir
aldur fram. En það hygg ég, að hefði hann lifað það að lesa þessa ævi-
sögu sína, þá hefði hann með réttu gerzt mjög stoltur fyrir hönd þessa
sonar síns.
Stefán Einarsson.
Howard Rollin Patch: The Other World According to Descriptions
in Medieval Literature. Harvard University Press, Cambridge, Mass. 1950.
xiv, 386. [Smith College Studies in Modem Languages. New Series I.]
Þessi ágæta bók ræðir um annan heim, eins og menn mega kynnast
honum af lýsingum í miðaldaritum, en af því að í henni er kafli um
germanska — eða íslenzka — goðafræði, þótti rétt að senda Skírni fregn
um hana.
Höfundur virðist sjá vítt ok of vítt of veröld alla, og hann lætur tung-
umar ekki marka sér bás meir en svo og svo. Fyrstu þrir kapitulamir
eru eins konar inngangur, og ræðir þar fyrst um hugmyndir í Austur-
löndum og meðal hinna fomu Grikkja og Rómverja, þá kemur kafli um
Ira og hugmyndir þeirra og loks kaflinn um Germana — Islendinga.
Sjálfum miðaldaritunum og hugmyndaheim þeirra skiptir hann í fjóra
mikla kafla: leiðslurnar (visiones), ferðir til Paradisar, allegóríur og ridd-
ara- og lygisögur (romances). Bókinni lýkur með fremur stuttu niður-
lagi, en mjög langri bókaskrá; auk þess er bókin full af tilvitnunum, sem
sýna víðfeðman lærdóm höfundarins.
Þótt höfundur reyni að láta tungumar ekki marka sér bás, þá má sjá,
hvað hann getur lesið og hvað ekki. Þannig notar hann hina fremur úr-
eltu goðafræði Rydbergs, af því að hún er þýdd á ensku, en getur ekki mn
hið mikla rit þeirra Axels Olriks og Hans Ellekildes, Nordens Gudeverden,
og er þetta ekki lagt höfundi til lasts, heldur liggur það í hlutarins eðli.
Annars hefur höfundur fundið nóg fyrir sig i þýðingum af Eddunum
og de Vries: Altgermanische Religionsgeschichte, sem er nýleg bók. Hann
hefur tekið eftir þvi, að menn deyja í fjöll á íslandi (eins og frar í
hólana), hann hefur jafnvel söguna um Jámgrím úr Lómagnúpi úr Njálu,
en að sjálfsögðu þekkir hann ekki þá upplýsingu Einars Öl. Sveinssonar
úr Á NjálsbúS, að Njáluhöfundur hafi haft part af þeirri lýsingu úr
Díalógum Gregoríusar.