Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 46
44
Þorkell Jóhannesson
Skímir
Fór þá svo sem vænta mátti, að heldur dró úr kjarki sumra
manna, er óvanir voru að sitja í andófi, allra helzt er sjálf
ríkisstjórnin átti í hlut. Þegar á leið veturinn og að því kom
að hefja undirbúning að Þingvallafundi, er halda átti á imd-
an þjóðfundinum, brá svo við, er Hannes Stephensen, sem
hafði forgöngu um fundinn, vildi fá prentað fundarboð í
Landstíðinduninn, þá treystist ritstjórinn, Pétur Pétursson,
síðar biskup, ekki til þess að birta fundarboðið, nema leyfi
Trampes kæmi til. En Trampe lét skila því til Hannesar,
að fundur þessi væri ólögmætur, ef haldinn yrði án síns
leyfis. Um sama leyti ritaði Trampe sýslumönnum og lét
í ljósi vanþóknun sína á tillögum þeim, sem héraðsnefnd-
irnar höfðu látið frá sér fara um stjómskipunarlögin, og bauð
þeim að koma í veg fyrir það, að umræður yrðu um þetta
efni á mannfundum í héraði þeirra. Var þetta reyndar lög-
leysa og sýnilega gert til þess eins að drepa kjark úr mönn-
um. En Hannes Stephensen lét ekki slíkt á sig fá og boðaði
fundinn, þrátt fyrir mótmæh stiftamtmanns. Þá greip stift-
amtmaður til þess ráðs að banna, að hér yrði prentað Undir-
búningsblað undir þjóðfundinn, þar sem birta átti sam-
þykktir héraðsnefnda um stjómskipunarmáhð, og var það
síðan prentað í Kaupmannahöfn. Svo sem nærri má geta,
varð áreitni þessi einungis til þess að stæla allan þorra manna
til fundarhalda og fylgis við máhð. Nú var blaðinu snúið við.
Á hinum fyrra Þingvallafundi hafði stiftamtmaður setið bros-
andi og blíðmáll, svo að mönnum gekkst hugur við og héldu
sig eiga þar sinn einlægasta vin. Nú var þar mættur að
boði hans lögreglustjórinn í Ámessýslu og sendiboði hafður
til taks til þess að flytja stiftamtmanni jafnharðan fregnir
um tiltektir fundarmanna.
Þingvallafundurinn 1851 var haldinn dagana 28.—29. júní.
Var fundurinn fjölmennur. Af yfimefndarmönnum, sem
kjömir vom á Þingvallafundi hið fyrra ár, vantaði tvo, þá
Trampe og Pétur Pétursson. Samþykkt var ávarp til þjóð-
fundarins í sex liðum:
1. Að Alþingi fái fullt löggjafarvald með konungi, fjáröfl-
unar- og fjárveitingar-vald. Dómsvald allt sé innlent og