Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 253
Skírnir
Ritfregnir
245
í hans augum eitthvert huldublik, það var eins og sýnin hefði gert hann
góðglaðan. 1 stað órólegrar forvitni margs ferðalangs var hér þorsti hins
listelska manns, sem naut fegurðar landsins eins og fagurkeri nýtur lista-
verks. Og ekki leyndi það sér, að þessum manni var hlýtt til íslands.
Svo komu aðrir tímar, daprir dagar hernámsins, og þá fór ferðamaður-
inn að líta á dagbækur sínar frá ferðunum, hann fór að rifja upp fyrir
sér, og þá varð hók þessi smám saman til.
Hann tekur úr daghókinni leiðir og staði, rifjar upp það, sem fyrir
augun bar, rifjar upp hugleiðingar sínar og hnýtir nýjum við, staðreyndir
dagbókarinnar fyllir hann upp með miklum nýjum fróðleik. Efnisyfirlit
bókarinnar gefur hugmynd um sjónarhól hans og sjónarsvið i hvert sinn:
Einbúinn í Atlantshafi. Frá Björgvin til Vestmannaeyja. Frá Vestmanna-
eyjum til Reykjavikur. Reykholt. Borg. Frá Skallagrími bónda til nútím-
ans. Breiðafjörður. Vestfirðir. Hornbjarg. Norðurland. Reykjavík. Þing-
vellir. Ferð í Öræfi. Islendingar og Norðmenn. Hver staður vekur ótelj-
andi minningar, margvíslegar hugleiðingar. Fornsögurnar eru honum
ærið hugstæðar, eitt dæmi úr þeim rekur annað. En hann skoðar Island
þó ekki aðeins sem fomgripasafn; hann er þvert á móti hnýsinn um sögu
og hag Islendinga á síðari tímum, ekki sizt allra síðustu tímum, og hann
hefur dregið saman mikinn fróðleik um það efni. Honum er mjög annt
um framtíð Islendinga.
Það er sagt um menn, sem ílendast á Irlandi, að þeir verði oft írskari
en Irar. Þegar í tal berast gallar Islendinga, þá kemur hæstaréttarlögmað-
urinn til skjalanna og ver þá af mesta fimleik og færir allt á bezta veg,
og stundum, er ég hræddur um, á betra veg en við eigum skilið.
Ekki hygg ég, að mikið sé af villum í bókinni, og er það fágætt í bók,
sem hefur jafnmikið af einstökum atriðum. Kosið hefði ég, að fastari
reglu hefði verið fylgt um meðferð íslenzkra nafna.
Bókin er prýdd fjölda ágætra mynda, sem hjálpa til að gefa lesanda
hugmynd um það, sem sagt er frá, land og lýð.
„Norsk-islandsk samband", félag unnenda fslands í Noregi, hefur gef-
ið út bókina, og var það einkar vel til fallið. Hafi bæði höfundur og út-
gefendur þökk fyrir.
E. Ó. S.
G. Turville-Petre: The heroic age of Scandinavia. Hutchinson’s Uni-
versity Library. London 1951.
Höfundur þessa rits, sem situr í kennarastóli Guðbrands Vigfússonar úti
í öxnafurðu, var kjörinn heiðursfélagi Bókmenntafélagsins árið 1948. Það
var mjög að maklegleikum gert. Hann er án efa lærðastur maður í is-
lenzkum fræðum allra hinna yngri fræðimanna Breta, hann hefur komið
hingað til lands aftur og aftur og dvalizt hér langdvölum, hann talar
flestum útlendingum betur íslenzku, og hann er sannur vinur þjóðar vorr-
ar. Þaulkunnugur er hann islenzkum visindum og hefur mikið gert til