Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 96
90
Einar Ól. Sveinsson
Skirnir
Hildi, sem Héðinn hafði rænt. Hæsti tindur Háeyjar er litlu
hærri en Ronas Hall á Hjaltlandi eða um 470 m. á hæð. Hross-
ey, nú Mainland (þ. e. Meginland), og Hrólfsey (nú Rous-
ey) hafa og nokkrar hæðir, en hér er víðara undirlendi en á
Hjaltlandi og meiri akuryrkja, að því er mér virtist, en ekki
mikil útgerð. Geta má þess, að 1931 var íbúatala í Orkneyj-
um rúmlega 22 þúsundir, en kann að hafa fjölgað eitthvað lítil-
lega síðan. Til samanburðar má nefna, að 1801 var íbúatalan
nærri því 24 þg þúsund. Auðvitað eru þessar tölur algerlega
óeðlilegar, alveg eins og hitt, að Hjaltlendingar voru 1860
komnir yfir 30 þúsund, en eru nú ekki nema 20 þúsund.
VIII.
Mjög var áskipað þann eina dag, sem við vorum í Orkn-
eyjum; hefði ég viljað vera þar miklu lengur. Enginn tími
var til að kynnast fólkinu, aðeins að sjá nokkra staði. Við
fórum fyrst í dálítið ferðalag um Hrossey og þá fyrst af öllu
til Orkahaugs, sem nú er nefndur Maeshowe. Leiðsögumaður
okkar þar var dr. Marwick. Orkahaugur er geysimikill, nokk-
uð yfir 7 metra á hæð og rúmlega 35 metrar í þvermál við
jörð niðri; umhverfis hann, í svo sem 15—20 metra fjar-
lægð, er gröf nærri 14 metra breið, en nærri 2 metra djúp,
þar sem hún er dýpst, en þar utan um garður. Op er á haugn-
um, og veit það til útsuðurs, þaðan liggja lág göng inn í all-
mikinn klefa, sem að mestu er ferhyrndur. Veggirnir eru
hlaðnir úr hellugrjóti, heldur mjúku, og hafa margir stein-
arnir verið sléttaðir og falla víða mjög vel saman; sumstaðar
eru langar hellur eða aflangir steinar hafðir fyrir stoðir, og
eru hinir lengstu um 3 metra langir. Allt er þetta gert af frá-
bærum hagleik. Þegar ofar kemur, dragast veggirnir saman
og hafa í öndverðu myndað hvolfþak. Ekki er vitað, frá hvaða
tíma haugurinn er, þó væntanlega frá eiröld, og munu hér
hafa verið greftruð einhver stórmenni. Munir fundust hér
engir, en ástæðan er sú, að haugurinn hefur verið brotinn
fyrir löngu og þá sjálfsagt hirt allt fémætt. Þeir menn, sem
það gerðu, hafa skilið eftir sig ótvíræðar og merkilegar minj-