Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 55
Skírnir
Dagur er upp kominn
53
mjög sem hann hafði fyrirgert virðingu sinni heima fyrir.
Kristján Kristjánsson féldí lausn frá bæjarfógetaembættinu,
en um Jón Guðmundsson var ákveðið, að hann skyldi ekki
fá neitt embætti í konungsþjónustu. Þá kom og til orða að
víkja úr embætti 3 prestum, þeim Hannesi Stephensen, Hall-
dóri Jónssyni og Ölafi E. Johnsen, en kirkjumálaráðherrann
Madvig réð því, að það var ekki gert.
Jafnframt því sem þjóðfundarmenn gengu frá ávarpi sínu
til konungs, sömdu þeir ávarp til þjóðarinnar, þar sem lýst
var afdrifum fundarins. Ávarp þetta var því næst prentað
og dreift út um landið og jafnharðan byrjað að safna undir-
skriftum undir bænarskrár til konungs um málið í samræmi
við ávarp þjóðfundarmannanna. Um haustið 1851 voru send-
ar hænarskrár úr 9 sýslum með rúmlega 2 þús. undirskrift-
um, og mátti það kallast mjög góður árangur, eins og til hag-
aði, m. a. tímans vegna. Jafnframt var saman skotið talsverðu
fé til endurgreiðslu á kostnaði af sendiför fulltrúa á kon-
ungs fund, er ákveðin var og þjóðfundarmenn höfðu tekið
á sig í bili eftir efnum og ástæðum. En af sendinefndinni
er það að segja, að engar hömlur urðu á vegi Jóns Sigurðs-
sonar. En er Jón Guðmundsson, er þá var settur sýslumaður
í Skaftafellssýslu, beiddist fararleyfis af Trampe, var því
neitað og honum boðið að hverfa tafarlaust til sýslunnar.
Sagði hann þá lausri sýslunni, en Trampe neitaði að veita
honum lausn, nema innanríkisráðuneytið samþykkti. Fór
Jón siðan í banni stiftamtmanns. Má vera, að hann hafi
grunað, sem á daginn kom, að úr því sem komið var, þyrfti
hann ekki að vænta mikils embættisframa. Eggert Briem var
og synjað um fararleyfi, og fór hann hvergi.
Þeir nafnar náðu konungs fundi og færðu honum ávarp
sitt. Viðræða sú, er þeir áttu við konung, var efalaust til
góðs, því að mörgu misjöfnu hafði dreift verið um erindi
þeirra og jafnvel komið til orða að setja þá í varðhald. En
nú gat konungur gengið úr skugga um það, að ekkert brast
á hollustu Islendinga við hann og óskir þeirra áttu ekkert
skylt við mótþróa eða uppreisnaranda, „og það vitum við, að
það er ekki honum að kenna, heldur ráðgjöfum hans, ef Is-