Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 105
Skírnir
Lénarður og Eysteinn í Mörk
99
hann og endurbætti. Séra Jón hefur vafalaust vitað, hverjar
heimildir Oddur hafði skrifaðar frá fyrri tíð. Þessi fyrirvari
hans um ártalið virðist benda eindregið til þess, að hann vilji
ekki kannast við, að Oddur hafi gilda heimild fyrir ártalinu.
Hvaða maður var Lénarður? Fógetinn á Bessastöðum, seg-
ir Oddur á Fitjum í lok 17. aldar og séra Jón Halldórsson
enn síðar. Séra Jón Egilsson segir: „Torfi lét drepa þann
mann útlenzkan á Hrauni í ölvesi, er Lénarð hét“. Stefán
biskup titlar hann ekki, það er „greindur“ og „nefndur Lén-
arð“, og loks kallar hann Lénarð „svoddan stórbrotamann",
og bendir þetta ekki á, að um valdsmann hafi verið að ræða.
Biskup veit auðvitað, hvers konar maður Lénarður var. Séra
Einar Ólafsson var orðinn prestur í Seltjarnarnesþingum 25
árum eftir víg Lénarðs; fjórum árum síðar fær hann Garða
á Álftanesi, er prestur Bessastaðamanna og messar á Bessa-
stöðum í 21 ár. Nærri má geta, hvort hann hefur ekki heyrt
sitthvað um valdsmennina á Bessastöðum næstu árin, áður
en hann gerðist skriftafaðir þeirra. Þó veit Jón Egilsson ekk-
ert um fógetatign Lénarðs; það hefur ekki fylgt sögunni um
víg hans, þegar séra Jón heyrði hana af vörum afa síns.
Af frásögn Biskupaannála er það að ráða, að Torfi sýslu-
maður hafi ekki látið ganga dóm um mál Lénarðs, heldur
tekið hann af lífi án dóms og laga, sbr. það, að Torfi tók
af biskupi „lausn fyrir það víg“‘.
Áður en lengra er haldið, er rétt að minnast á víg þriggja
annarra útlendinga um þessar mundir.
Haustið 1505 varð sá atburður, að Seltimingur einn, Ámi
Eiríksson, drap Hans nokkurn Etin, mann hirðstjórans á
Bessastöðum. Um víg þetta nefndi Þorvarður lögmaður Er-
lendsson, sýslumaður í Kjalarnessþingi, dóm á Varmá i Mos-
fellssveit. Segir svo m. a. í dóminum: „Beiddist lögmaðurinn
dóms á kóngsdómsins vegna og svo hins dauða, sakir þess,
að aðilinn málsins þess útlenzka var enginn hér í landi, þess
og annars, að sá í hel var sleginn var hirðstjórans mann
og míns herra kóngsins og var hér í landi um veturinn".
Það sannaðist, „að þráttnefndur Hans veitti oftskrifuðmn