Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 106
100
Pétur Sigurðsson
Skirnir
Áma mörg banatilræði, bæði í höggum og slögum, áður en
Ámi hófst handa“. Ámi var dæmdur í bætur, 15 hundmð,
en þriðjungur þeirra féll niður „fyrir greindan tilverknað“.
„En um landsvist fyrr greinds Áma dæmum vér til næsta
öxarárþings“, segir í niðurlagi dómsins. Hér kemur fram,
að vígsmál er tekið upp eftir útlendan mann, þótt enginn
sé aðili málsins hér á landi, og tekið fram til áréttingar, að
hann var „hirðstjórans mann og míns herra kóngsins".
Árin 1517—20 var hirðstjóri sá hér á landi, er Týh hét
Pétursson. Hann var hinn mesti ójafnaðarmaður, gerði sig
m. a. líklegan til þess að vega að ögmundi Pálssyni, sem þá
var ábóti, á sjálfu alþingi, er ögmundur mælti í gegn yfir-
gangi hans. Vom teknir vitnisburðir um framferði hans og
konungur beðinn að skipa íslenzkan fógeta. Missti Týli hirð-
stjórnina, en árið 1523 kom hann aftur, gerði tilkall til hirð-
stjórnar úr hendi Hannesar Eggertssonar og hafði í frammi
rán og ofbeldi. Um þetta segir ögmundur biskup í bréfi til
Kristjáns konungs II. um mitt sumar: „Item kom hér hlaup-
andi Týll Pétursson í landið og rofaði kóngsgarðinn Bessastaði
og braut kirkjuna, takandi þar út gull og silfur, vaðmál og
aðra peninga, yðar náðs skatt etc., grípandi þá strax yðar
fógeta og embættismann Hans Eggertsson, bindandi sem þjóf,
hafanda í fangelsi 14 daga, brjótandi svo Sankti Ölafs lög og
yðar náðar friðarbréf. Gekk svo dómur þeim í millum, að
Týll var dæmdur óbótamaður og allir þeir, sem honum veittu
styrk og fylgi að brjóta yðar náðar garð og kirkju.11 Dómur
þessi var nefndur í Kópavogi 1. júlí 1523 af Erlendi lögmanni
Þorvarðssyni, en samkvæmt honum fór Hannes Eggertsson
að Týla og tók hann af lífi. Hér er farið að lögum, enda um
fyrrverandi hirðstjóra að tefla.
Loks er að nefna vitnisburði þá og dóma, er gengu yfir
Diðrik frá Mynden og menn hans, er teknir voru af lífi
í Skálholti 1539, sem alkunnugt er.
Það var óbótamál samkvæmt Jónsbók, ef drepinn var
maður, er hafði „bréf og innsigli konungs fyrir sér til lands-
vistar eða rannsaks, ef sá vissi það, er þann tók af“, og má