Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 231
Skírnir
Ritfregnir
223
dali“, eins og segir í vísunni, sem birt er í ritinu, og bróðir Þorbjargar,
fyrri konu sr. Stefáns á Auðkúlu, og Hildur þessi, er að sögn höfundar
hvílir í hinum forna kirkjugarði á Bergsstöðum í Svartárdal, var systir
Magnúss Eiríkssonar guðfræðings og dóttir Eiríks bónda Grímssonar að
Skinnalóni á Sléttu. Hún hafði fyrst áttan Halldór stúdent, er kallaður
var smjörhaus, Sigurðsson, prests að Hálsi, Ámasonar. Vísuna um Hildi
kerlingu hef eg heyrt á nokkuð annan veg, en vísa þessi er merkileg að
þvi, að nokkur eftirköst fylgdu, þótt hér verði ekki rakin.
Vísan: Ætti eg ekki vífa val — hefur ávallt verið talin eftir Áma skáld
Böðvarsson á ökmm, og eftir því ætti hún ekki að eiga við Langadal í
Húnavatnsþingi, en á Vesturlandi er Langidalur á Skógarströnd og Langa-
vatnsdalur í Snæfellsnessfjallgarðinum. Aldrei hef eg heyrt, að fyrri vís-
an, sem höf. telur vera um Laxárdal (105—106), eigi við þann dal, en
hún er nálega samhljóða visu, sem talin er Látra-Björgu um Reykjadal
í Þingeyjarþingi, en hún er þannig:
Reykjadalur er sultarsveit;
sést hann oft með fönnum.
Ofaukið er í þeim reit
öllum góðum mönnum (pr. í Alm. þjóðvfél. 1913).
Heyrt hef eg Húnvetninga finna að því, að höf. nefnir oft eitt af böm-
um látinna manna og nefnir helzt það barnið, sem eitthvað hefur orðið
nafnkunnt. Þetta er afsakanlegt, því að annars hefði nafnafjöldinn orðið
ægilegur, en vant er þó að gera slikan greinarmun, því að ekki era
„þegnar þagnarinnar" alltaf ómerkastir.
Það orkar ekki tvímælis, að þarna er feikna fróðleikur saman kominn,
einkum í mannfræði, þótt höf. sé misjafnlega fasthentur á honum. Annars
hefur sá, er þetta ritar, of litla staðarlega og mannfræðilega þekkingu i
Húnavatnsþingi til að dæma um einstök atriði. Búast má alltaf við, að
inn í slik rit sem þessi, með ofboðslegum grúa mannanafna og ártala,
hljóti að slæðast einhverjar villur og missagnir.
Kem eg þá að síðara hlutanum, Gróðri aldanna. Er sá hluti, eins og
eg hef vikið að, um landnám, menningarsögulegir þættir og um erfðir
og séreinkenni Húnvetninga. Um landnámið er stutt yfirlit. Telur höf.
upp hvert landnám í sýslunni og reynir eftir föngum að ákveða mörk
þeirra. Hefur mér vitanlega litið eða ekkert verið ritað um það efni áður.
Virðist mér höf. helzt til djarfur að telja landnámsmenn, sem vér vitum
ekki ættir að, af austnorrænum uppruna, og fremur lítið mark er tak-
andi á því, þótt menn séu taldir komnir af Ragnari loðbrók, þar sem hann
er hálfgerð sagnapersóna.
Fyrir utan landnámsyfirlitið er síðari hlutinn að mestu leyti hugleið-
ingar og hugdettur höfundarins. Þessir kaflar eru skemmtilegur lestur,
því að höf. hefur orðfæri í bezta lagi og á vald á góðum stíl, en em í raun
og vem ekki annað en rabb skynsams og hugsandi manns, því að margar
skoðanir hans era ekki nægilega rökstuddar og svífa stundum nokkuð i