Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 43
Skírnir
Dagur er upp kominn
41
ætti tók af Rosenörn, J. D. Trampe greifi, sótti fundinn. Var
hann maður léttur og lipur í umgengni og hinn ísmeygileg-
asti, er hann vildi það við hafa, og glæptust margir á því.
Hannes Stephensen stjórnaði fundinum, og fór hann hið hezta
fram. Var þar samþykkt ávarp til konungs og þess óskað,
að frumvarp stjómarinnar yrði sent hingað sem fyrst, en
auk þess yrði lagt fyrir þjóðfundinn fmmvarp um verzlunar-
frelsi og skýrsla um fjárhagsviðskipti Islands og Danmerkur.
Þá samþykkti fundurinn ávarp til landsmanna, þar sem lýst
var viðhorfi fundarins í stjórnlagamálinu. Var því þar fyrst
yfirlýst, að samband Islands og Danmerkur gæti orðið háð-
um til heilla, ef fylgt væri réttum gmndvallarreglum í lög-
um um samband þetta og stjórn landsins. En stjórnarreglur
þessar taldi fundurinn að yrðu að byggjast á því, að ísland
væri samkvæmt gamla sáttmála frjálst sambandsland Dan-
merkur, en ekki hluti af henni, og hvorki nýlenda né sigrað
land, og of fjarlægt og ólíkt Danmörku til þess að geta átt
þjóðstjóm með henni. Stjórn landsins átti að hafa aðsetur
í landinu sjálfu, ráðherrar yrðu þrír, og bæri hver ábyrgð
á sínum störfum, en jarl til yfirstjórnar. Alþingi átti að hafa
löggjafarvald með konungi og fjárráð full. Þjóðin skyldi hafa
erindreka í Danmörku. Vom tillögur þessar eða stefnuskrá
mjög í anda Jóns Sigurðssonar.
Því næst var kosin yfirnefnd, en hlutverk hennar var að
gangast fyrir almennum umræðum um stjórnlagamálið. Til
þess var ætlazt, að þjóðfundarfulltrúarnir héldu fundi, hver
í sínu kjördæmi, og yrðu á fundum þessum kosnar nefndir,
er semdu tillögur í samræmi við vilja fundarmanna og sendu
þær yfimefndinni, en upp úr þeim tillögum átti yfimefndin
að semja fmmvarp, er lagt yrði fyrir Þingvallafund, er sam-
an kæmi á næsta sumri fyrir þjóðfundinn. Tillögur héraðs-
nefndanna skyldu einnig sendar stjórninni. Fór þetta allt
fram svo sem ráðgert var. Jafnframt var ákveðið að gefa út
blað, er birti fundargerðir Þingvallafundanna og tillögur hér-
aðsnefndanna, UndirbúningsblaS undir þjöSfundinn. Svo
undarlega tókst til, að fundurinn valdi Trampe greifa í yfir-
nefndina, ásamt 4 mönnum öðmm. Þótti Jóni Sigurðssyni