Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 61
Skírnir
Athugasemdir um fjögur íslenzk kvæði
59
af íslendingum og þeir voru þess ekki umkomnir að setja
honum neina kosti. Jörundur var aldrei krýndur og nefndi
sig ekki konung; viðurnefnið ,hundadagakonungur‘ er auð-
vitað búið til af óvildarmönnum honum til háðungar. Þá er
enn eitt atriði sem virðist þungt á metunum. Þegar tign Jör-
undar var öll, var almennt talið að Benedikt Gröndal hefði
gert sjálfum sér, og gott ef ekki öllu landinu, ógnarlega hneisu
með því að vera honum auðsveipur, og sjálfur dauðsá hann
eftir öllu saman. Hefði hann nokkurntíma ort kvæði til Jör-
undar, eru mestar líkur til að hann hefði tortímt því sjálfur,
eða að öðrum kosti að tengdasonur hans, Sveinbjörn Egilsson,
hefði stungið því undir stól er hann bjó kvæðin til prent-
unar eftir andlát skáldsins.
En ef það má hafa fyrir satt að kvæðið lúti ekki að Jör-
undi, verður að finna því annan stað, og á því eru engin
tormerki. Fyrirsögnin Herradagurinn er þar mikilsverð. Það
hét forðum (fyrir daga einveldisins) herradagur í Danmörku
þegar konungur og helztu menn landsins (ríkisráðið) héldu
fund með sér og réðu ráðum sínum. En jafnframt leiðir orð-
ið herradagur hugann að árshátíð þeirri sem haldin var í
Reykjavíkurskóla á siðasta áratugi 18. aldar, og nefndist
herranótt.
Það sem kunnugt er um herranóttina styðst aðallega við
frásagnir tveggja heimildarmanna, Sveins Pálssonar og Áma
Helgasonar. Sveinn Pálsson var við herranótt 17. okt. 1791
og lýsir henni í ferðabók sinni (á 31. bls. í íslenzku þýðing-
unni). Ámi Helgason, gamall nemandi úr Reykjavíkurskóla
frá ámnum 1795—99, drepur á herranóttina í ritgerð fram-
an við leikrit Sigurðar Péturssonar, 1846 (bls. XVIII—XIX),
og skýrir nokkuru nánar frá henni í bréfi til Jóns Árnasonar
1861 (prentað í Safni til sögu íslands IV, sjá einkum bls.
77—78).
Herranóttin fór fram að hausti þegar sveinum hafði verið
raðað, og helzta viðhöfn hennar var sú að krýndur var kon-
ungur skólans. Konungstignina hlaut sá sem efsta sætið hafði
fengið við röðunina. Tigninni fylgdi kóróna, veldissproti og
ríkisepli, allt gripir sem komið höfðu úr Skálholti, þar sem