Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 47
Skírnir
Dagur er upp kominn
45
framkvæmdarvald, en þjóðin hafi erindreka í Danmörku.
2. Þjóðin njóti jafnréttis um afgreiðslu sameiginlegra mála
við Dani.
3. Landið hafi aðgreindan fjárhag frá öðrum hlutum rík-
isins og taki hlutfallslegan þátt í sameiginlegum kostnaði.
4. Verzlun landsins verði fullkomlega frjáls.
5. Fundafrelsi og prentfrelsi sé tryggt.
6. 3—5 menn fylgi í haust bænarskrá þjóðfundarins um
stjómarbót til Danmerkur, ef þörf þykir.
Hér með var grundvöllur lagður að stefnuskrá þjóðfundar-
ins, að mestu samhljóða samþykktum hins fyrra Þingvalla-
fundar og í samræmi við samþykktir héraðsfundanna 1850
—51, sem fyrr getur.
VIII.
Þjóðfundurinn 1851 hófst heldur ólaglega af hálfu stjóm-
arinnar, og spáði sú byrjun engu góðu um framhaldið. Sam-
kvæmt boði konungs var fulltrúunum stefnt til fundar 4. júlí,
og þann dag komu þeir saman í Alþingissalnum í lærða skól-
anum til þess, eins og í konungsbréfinu var að orði komizt,
„að fá vitneskju um það, sem þörf er á að vita“, þ. e. að
hlýða á boðskap konungs til fundarins. En þar var þá eng-
inn fyrir af konungs hálfu, enginn boðskapur og allir jafn
nær. Sném fundarmenn sér þá bréflega til stiftamtmanns
og spurðust fyrir um það, hverju þetta sætti. Svaraði hann
því, að hann hefði engin gögn í höndum um það, hver vera
ætti fulltrúi konungs á fundinum, né nokkur þau plögg, sem
fyrir fundinn ætti að leggja, en kvaðst hins vegar hafa
nokkra ástæðu til að ætla, að hann væri kvaddur til þess
að vera konungsfulltrúi, og myndi hann því setja fundinn
daginn eftir. Þjóðfundurinn var síðan settur 5. júlí. Forseti
fundarins var kjörinn Páll Melsteð amtmaður, er konungs-
fulltrúi hafði verið á Alþingi 1849. Mátti kalla það kjör
undarlegt, því að amtmaður var heldur ófrjálslyndur og
bundinn stjóminni, enda iðmðust fundarmenn þess síðar.
10. júlí var loks fram lagt fulltrúaumboð Trampes, þar sem
honum var gefið vald til þess að ákveða þingtímann og slíta