Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 80
EINAR ÓL. SVEINSSON:
FERÐAÞÆTTIR FRÁ HJALTLANDI
OG ORKNEYJUM
I.
Það er morgunn, 7. júlí 1950. Skipið, St. Clair, heldur lítið
far, rennur gegnum öldumar jöfnum gangi. Allt í kring grátt
úthaf, grár himinn, svalur andvari. Framundan em þoku-
bólstrar, sem færast óðum nær: Það var land, eyjar í út-
hafinu.
Á skipinu var uppi fótur og fit. Klukkan var að ganga sjö,
farþegamir komu upp einn eftir annan, ef til vill misjafn-
lega upp stroknir og misvel rakaðir eftir því, hve forvitni og
eftirvænting var mikil. Á vinstri hönd var nú strandlengja,
og lágar hæðir með mjúkum jöðrum blöstu við. Skyggni var
allgott, en sýnilega var skúraveður, loftið rakt, sem ég kann-
aðist svo mætavel við að heiman og kunni vel við, það er
svo mjúkt.
Skipið var fullt af farþegum, og langflestir þeirra vom í
sömu erindagjörðum og ég. Við vorum að fara á Víkinga-
mótið, sem svo var nefnt og halda átti í Leirvík á Hjaltlandi
dagana 7.—20. júlí, en á heimleiðinni átti að koma við í
Orkneyjum og dveljast þar einn dag. Um þrjátíu af þátt-
takendum munu hafa verið með skipinu, en aðrir komu síð-
ar. Fyrir mótinu stóð hin kunna stofnun British Council og
háskólinn í Aberdeen, og þeir, sem hám hita og þunga dags-
ins, vom þeir Mr. A. C. Davis frá British Council og Dr. W.
Douglas Simpson frá háskólanum; hinn fyrri var leiðtogi okkar
í veraldlegum efnum, hinn síðari í andlegum efnum. Hvor-
ugur átti sjö dagana sæla, meðan á þessu stóð, en að loknu
mótinu gátu þeir báðir litið með velþóknun á verk sitt, því
að það tókst mjög vel.
1 öndverðu var svo til ætlazt, að héðan að heiman fæm