Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 210
202
Magnús Már Lárusson
Skímir
barneignir (8), basl og búkonustörf. Hafi hún verið vígð abbadis, þá er
hér íslenzk Birgitta á ferð. En nafnaskipti í vígslu var ekkert einsdæmi.
Til dæmis vígðist Jórunn Hauksdóttir lögmanns abbadís í Kirkjubæ 1344
og nefndist Agnes. 1 heimildinni í Sturlungu segir aðeins, að Ásbjörg
hafi gengið undir regúlu, urrnið hin reglulegu klausturheit, en þær syst-
ur hinar dvalizt í Kirkjubæ og þá líklega sem próventukonur.
Hins vegar eru einnig tormerki á því að ætla, að Agata Helgadóttir hafi
verið vígð abbadís órið 1293. Aldur kynni hún vel að hafa haft til vígsl-
unnar. Nú er hann lægstur 30 ár, og annað skilyrði er 5 ára dvöl í
klaustrinu. Það er ekki vitað með fullri vissu, hver vígslualdur var þá.
Það var á reiki. Lægri en 25 ár hefur hann samt ekki getað verið. En
tormerkin eru þá þessi, að Agata hefði þá orðið helzt til langlíf, þó ekki
óeðlilega. Skálholtsannáll og Gottskálksannáll herma báðir, að hún hafi
dáið 1342. Klaustursagan segir hins vegar dánarár hennar vera 1343.
Hneykslin, sem annálar greina, að hafi átt sér stað i Kirkjubæ um
dánarár Agötu, gætu stafað af þvi, að hún hafi þá verið komin undir
áttrætt og litla stjórn getað haft ó klaustrinu.
Frésagan í klaustursögunni ber það með sér, að séra Jón Halldórsson
muni liklega hafa steypt saman annólum auk þess, sem hann kunni að
hafa dregið ógætilega ályktun af heimildunum um Ásbjörgu nunnu og
vígslu Agötu, og því hefur Agata Þorláksdóttir abbadís vísast aldrei
verið til.
Væri það vitað, hvað bundið hefur verið í þessi blöð, þá hefði ef
til vill mátt komast nær rnn upprunann með nokkurri vissu. Nú er
ekki annað gerlegt en segja, að líkur allar bendi til þess, að fyrir-
mælin eigi við stað á Suður- eða Suðvesturlandi. Ef til vill er átt við
staðinn í Viðey. Þar var Ágústínaklaustur, en þau lutu stjórn biskupanna.
I bókatali Viðeyjar 1397 er sagt, að þar sé m. a. til Maríu saga og
Postula sögur, hvort tveggja í norrænu. Nú vill svo til, að Agata mær er
nefnd þremur sinnum í Maríu sögum, sem komnar eru af Suðurlandi. Hins
vegar er frásögnin af afturhvarfi Páls i fyrirmælunum mjög svipuð og í
Postula sögum, rétt eins og útdráttur væri. 1 Postula sögum kemur setn-
ingin: „Saule, Saule, hvat sækir þú at mér?“ fyrir fjórum sinnum, tvisvar
sinnum í Act. 9:4, einu sinni í 22:7 og 26:14.
Ef til vill finnst einhvem tíma heimildin, sem sker úr um það, livar
þessi staður er, þar sem Agötumessa er haldin sem sunnudagur. Getur
þá skýjaborg þessi, sem hér hefur verið reist, hrunið til grunna. Skylt
er að geta þess, að fyrirmæli þessi kveða svo á, að fasta eigi við þurrt
fyrir kyndilmessu. 1 kristinrétti er það ekki tekið fram. En í Nýja annál
segir 1402: Item var lofat þúrrföstu fyrir kyndilmessu, en vatnfasta fyrir
jól ævinliga. En heit þetta var einmitt unnið sunnanlands vegna svarta
dauða, sem þá var nýfarinn að geisa.
En kaflinn um Gvendardag er að sumu leyti eftirtektarverðastur. Þar
er helgisögnin af Guðmundi góða, er hann brýtur bollann erkibiskups-