Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 83
Skímir
Ferðaþættir frá Hjaltlandi og Orkneyjum
79
um að dveljast þennan tíma, en það var heimavist kvenna-
skóla eins, sem nefndist Bruce Hostel. Vegna allra, sem hér
áttu hlut að máli, skal ég geta þess, að það er fri í kvenna-
skólanum og allar meyjamar heima hjá sér.
II.
Þann tæpa hálfa mánuð, sem við dvöldumst þarna, vorum
við önnum kafnir við fyrirlestra eða þá í ferðalögum. Fyrir-
lestra fluttu margir þeirra vísindamanna, sem komið höfðu
til Hjaltlands, en stundum lögðu fróðir hjaltlenzkir menn
orð í belg. Margir fyrirlestrar vom á dag; var Dr. Simpson
heldur vinnuharður, en enginn freistaðist þó til að skrópa,
því að umræðuefnin vom harla fýsileg til fróðleiks; fjölluðu
þau um víkingaöld og víkingaferðir, landnám í nýbyggð-
unum, sögu Hjaltlands, Orkneyja og Suðureyja, þjóðsögur
og alþýðleg fræði. Ekki skal ég fara að telja fyrirlestrana
upp hér né tilgreina ræðumenn, því að það yrði mikil þula
og myndi þreyta lesendur. Aðeins skal ég geta hér til gam-
ans mönnum um fyrirlestur, sem Dr. Eric Linklater flutti
um Brjánsbardaga; nefni ég það ekki vegna þess, að ég trúi
á tilgátu hans, heldur vegna glæsilegrar framsetningar og
þess skilnings á hugsunarhætti fommanna, sem maður hittir
aðeins sjaldan.
Allir fyrirlestrar með skuggamyndum fóm fram í Garni-
son Theatre, hinir í Town Hall eða ráðhúsinu. Ráðhúsið
stendur uppi á hæstu brekkubrún; það er tveggja hæða hús,
dálítið þybbið að sjá; minnir nokkuð á byggingarlag sumra
aðalssetra. Á tuminum blöktu allan tímann fánar allra þeirra
þjóða, sem tóku þátt í mótinu. I aðalsalnum voru nítjándu
aldar glermálverk með efnum úr hinni norrænu sögu eyj-
anna. Þama fóm fyrirlestramir fram; þar var líka móttaka
af hálfu Leirvíkurbæjar mánudaginn 17. júlí; var þar margt
Hjalta, en mótið sjálft fjölmennast um þær mundir; var þar
þá kominn rektor Aberdeenháskóla, T. M. Taylor, og Sir
Ronald Adam forseti British Council; voru þá gríðarlega
mikil ræðuhöld. Á neðri hæð í ráðhúsinu var forngripasafn,
og í húsi skammt frá var sýning gripa úr þjóðlífi Hjalt-