Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 108
102
Pétur Sigurðsson
Skírnir
ekki hefði sá málarekstur fallið gersamlega í gleymsku með
næstu kynslóð. Það mun því ekki verða talin óvarleg full-
yrðing, að enginn þvílíkur viðbúnaður við væntanlegu eftir-
máli hafi verið gerður. Hér er því að öllu að farið sem Lén-
arður hefði verið dæmdur óbótamaður, sem ekki var.
Lénarður átti frænda hér á landi, sem var réttur eftirmáls-
maður. Hann snýr sér til biskups í Skálholti, ekki til þess
að framfylgja rétti sínum, enda var ekki um það að leita til
biskups, heldur til þess að leita eftir því, að Lénarður mætti
hljóta leg að kirkju, svo að ekki væri alveg fyrir það brennt,
að hann mætti verða sáluhólpinn. Hann fer bónarveg, og
biskup svarar eins og efni standa til, þegar stórbrotamaður
á í hlut; hann kann ekki „minni tænað að taka upp á heil-
agrar kirkju vegna en þrjátigi hundraða í betran fyrir svodd-
an stórbrotamann". Það er jafnvirði vildisjarðar. Hér er ekki
verið að meta við hinn urðaða mann, að hann var „hirð-
stjórans mann og mins herra kóngsins“, og ekki óttast biskup
upptöku þessa máls af hendi neins þess, er hann treystist
ekki til þess að hafa í fullu tré við. Og þetta er áður en
biskup hefur nokkra vitneskju um, hvernig konungur muni
snúast við málinu.
Allt þetta virðist benda eindregið í þá átt, að Lénarður
hafi ekki verið fógeti konungs, „herra kóngsins mann“. Fógeta-
titilinn í Fitjaannál verður þá að meta til jafns við riddara-
tign Torfa í Klofa á sama stað. Það er því öldungis óvist,
hvaða maður hann var. Biskup veit, að hann hafði með-
ferðis mikið fé, er hann kom til landsins, meira en til þrjá-
tíu hundraða, ef til vill var það varningur, og mætti þá
láta sér detta í hug, að engin nauðsyn væri það Bessastaða-
fógeta að hafa með sér stórfé, er hann vitjaði embættis síns.
Lénarður hefur ef til vill verið kaupmaður eða víkingur
eða hvort tveggja; hann heitir þýzku nafni. Vera má, að út-
koma hans hingað sé eitthvað í sambandi við Bessastaða-
menn, en ekkert bendir beinlínis til þess.
Víst mun um það, að Lénarður fógeti hlýtur að hafa unn-
ið fullkomlega sér til óhelgi, er Torfi í Klofa hafði svo
óvenjulegar tiltektir og Stefán biskup, fjandmaður Torfa,