Bændablaðið - 23.01.2014, Qupperneq 21

Bændablaðið - 23.01.2014, Qupperneq 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014 Landssamtök raforkubænda eru hagsmunafélag þeirra sem eiga og reka litlar virkjanir og allt að 10 MW, ásamt þeim sem hafa hug á að virkja og annarra sem áhuga hafa á slíkum framkvæmdum, sama hvaða náttúru kraftar eru beislaðir. Félagið veitir einnig ýmsar upp lýsingar til þeirra sem hyggja á fram kvæmdir. Félagsmenn eru ríflega sjötíu. Félagið vill m.a. hvetja til þess að vatnsréttarhafar kanni vel hvort ónotuð vatns réttindi þeirra gætu nýst með hagkvæmum hætti til raforkusölu inn á raflínunetið, til heima notkunar eða hvort tveggja. Full ástæða er að benda á að reynslan sýnir að ýmsar slíkar virkjunar- framkvæmdir hafa, þrátt fyrir erfiðan lánamarkað undan farin ára, náð að skila hagnaði, greitt niður sín lán, skilað eigendum sínum arði og greitt fyrir vatns réttindi. Rétt er þó að taka fram að verð á rafmagni til sölu inn á netið hefur á undanförnum árum lækkað, miðað við allar vísitölur, þó að rafmagnsverð til notenda hafi fylgt þeim eða gott betur. Þar kemur til stórhækkun á flutningskostnaði orkunnar. Enginn finnst í dag sem telur að orkuverð eigi eftir að raunlækka áfram. Ef hugmyndir um sæstreng til Bretlands ganga eftir má reikna með verulegri hækkun á raforkuverði til framleiðenda og nýjar forsendur skapast til virkjana af öllum stærðum. Sú hugmynd er þó ekki föst í hendi og hefur sínar neikvæðu hliðar. Flestar smærri virkjanir eru rennslisvirkjanir sem safna ekki vatni í lón. Land fer því ekki undir vatn. Ef að frágangur við stöðvarhús og þeirrar litlu stíflu sem er nauðsynleg ásamt snyrtilegum frágangi á línulögn þá er hægt að fullyrða að framkvæmdin er umhverfisvæn og orkan ekki síður. Minnt skal á að stíflur eru yfirleitt hátt í hlíðum og dölum og allt það vatn sem kemur inn í lækinn/ána neðar rennur sína leið óbeislað auk þess vatns sem fer nær sumarlangt sem afgangur sem ekki borgar sig að nýta. Lækirnir hverfa því ekki nema helst á vetrarmánuðum og næst stíflu. Aðeins um hagsmunamálin. Félagið hefur bent Samkeppnis- eftirliti, ýmsum ráðherrum og öðrum valdhöfum á þá staðreynd að þessar litlu virkjanir eru að keppa við niðurgreitt rafmagn. Hversu niðurgreiðslan er mikil getur verið umdeilanlegt en ekki þarf að deila um að hún sé fyrir hendi. Allar stærri orkuveitur hafa fengið sérlög um leið og stofnað hefur verið til þeirra. Í sérlögunum fólst m.a. að engin stimpilgjöld voru greidd af lánum, engin vörugjöld á vélum né öðru, og til skamms tíma greiddu þessi fyrirtæki engin útsvör né skatta nema fasteignaskatta. Þar á ofan nutu þau ábyrgðar ríkisins og/eða stærri sveitarfélaga á öllum lánum sem þýddi að þau höfðu aðgang að lánum á lægstu vöxtum frá byrjun framkvæmda. Eigendur smávirkjana hafa einskis notið af þessum lögbundnu fyrirgreiðslum. Þetta og fleira þurfa yfirvöld að vita og skilja til að verða betur viðræðuhæf. Ýmislegt gætu yfirvöld gert til þess að mæta framangreindri mismunun. Í fyrsta lagi mætti fella niður stimpilgjöld af lánum til þessara þjóðhagslega hagkvæmu framkvæmda. Í öðru lagi efla Orkusjóð og skilgreina verkefni hans betur til að taka þátt í rannsóknum og hagkvæmniútreikningum umræddra virkjunarkosta. Í þriðja lagi þarf að gera smærri virkjunum kleift að njóta hagnaðar af sölu upprunaábyrgða hlutfallslega til jafns við stærri veitur. Vottun upprunaábyrgða er í höndum Landsnets og kostar í dag hundruð þúsunda óháð stærð viðkomandi orkuveitu. Umræða um útgáfu „grænna korta“ sem virkuðu þannig að framleiðendur umhverfisvænnar orku gætu selt þau beint til mengandi fyrirtækja hefur enn engu skilað. Víða skortir að þriggja fasa línur séu nálægar heppilegum virkjunarkostum. Einnig veldur vandkvæðum víða að þó að stutt sé að raflínu nýtist hún ekki ef spenna hennar er yfir þrjátíu þúsund volt. Til að þrífösun nái til allra byggða og með óbreyttum framkvæmdahraða væri henni líklega ekki lokið fyrr en eftir 22-24 ár. Fjölmargir vatnsréttarhafar búa við það lækur eða á er í sameign misjafnlega margra. Í núverandi lögum standa mál þannig að þó að rétthafar 95% vatnasvæðisins vilji nýta sér sína auðlind með virkjun þá gengur það ekki ef að eigandi 5% réttindanna (jafnvel minna) segir nei. Í lögum um lax- og silungsveiði er höggvið á sambærilegan hnút og lýðræðið nýtur sín. Sameign í fjölbýlishúsum er ekki vandamál, þar skal stofna húsfélag og lýðræðisleg vinnubrögð gilda. Í nafni Félags raforkubænda hefur ítrekað frá árinu 2005 verið rætt við viðkomandi ráðherra og aðra ráðamenn og óskað eftir réttlátri lagasetningu um sameignir vatnasvæða vegna virkjunarframkvæmda en ekkert þokast enn þó að allir viðkomandi ráðherrar og þingmenn sem rætt hefur verið við hafi virst skilja vandann og gefið í skyn jákvæðan vilja til lagfæringar. Sami vandi er með fjölmargar sameignir jarða og upplagt að hvort tveggja fái nú greiða leið í gegnum Alþingi með lagasetningu sem leysir bæði málin með lýðræðislegum hætti. Að lokum skal ráðamönnum þjóðarinnar bent á að skoða hvaða stefnu Norðmenn hafa tekið til að liðka fyrir smávirkjunum og hvernig þeir meta þjóðhagslegan ávinning af sínum aðgerðum. F.h. stjórnar Landssamtaka raforkubænda, Birkir Friðbertsson, formaður. Orkumál Um Landssamtök raforkubænda Birkir Friðbertsson Mynd / HKr. undir vörumerkinu IREM Ecowatt Hydro. Þeir framleiða m.a. svokallaða „Banki“-túrbínu í mismunandi stærðum sem ætlaðar eru fyrir litla fallhæð (5–60 metra) og mismunandi rennsli frá 10–1000 lítra á sekúndu. Hægt er að stýra vatnsflæðinu inn á túrbínuna frá 0-100%. Þeir framleiða einnig Pelton-smátúrbínur sem henta 20–350 metra fallhæð og vatnsflæði sem nemur allt frá 0,5 lítrum á sekúndu upp í 100 lítra á sekúndu. Fljótandi sjávarfallavirkjanir Það eru þó ekki bara lækjarsprænur landsins sem hægt er að nýta í hægrennslisvirkjanir, því slíkar virkjanir henta sérlega vel til að nýta sjávarstrauma sem er mjög stöðug orkuuppspretta þó hún sé vissulega háð aðdráttarafli tunglsins. Dæmi um slíka virkjun er svokölluð „Golfstraumstúrbína“ sem er tiltölulega ódýr hönnun eftir John H. Robson hjá bandaríska fyrirtækinu Gulf Stream Turbines LLC. Túrbínan var hugsuð til að virkja sjávarstrauma úti fyrir strönd Suður-Flórída. Áætlað hefur verið að hægt sé að fullnægja um 35% af orkuþörf Flórída með því að nýta aðeins örlítið brot af þeim sjávarfallastraumum sem streyma úti fyrir ríkinu. Með mikla orkunýtni Gol f s t r aums tú rb ínan e r einkaleyfisvarinn búnaður sem talinn er ná allt að 80-95% orkunýtni sem er miklu betri nýtni en mögulegt er að ná með vindmyllum þar sem gott þykir að ná 25% orkunýtni. Sýnd rafstöð er með tveim 600 kílóvatta rafölum. Hún er líka mjög sniðug að því leyti að orkustöðinni er einföld í framleiðslu og uppsetningu. Gert er ráð fyrir að Golfstraums- túrbínan sé smíðuð að verulegu leyti úr trefjaplasti og koltrefjum, sem útilokar tæringu af völdum efnasamsetningar sjávar. Samkvæmt útreikningum Gulf Stream Turbines á orkan að skila um 7–9% arði upp í fjárfestingarkostnað á ári miðað við orkusölu í Bandaríkjunum og án nokkurrar skattaeftirgjafar. Hægari endurgreiðsla á fjárfestingu miðast við dýrari útgáfu með stærri spöðum fyrir hægari sjávarstraum. Við uppsetningu á Golfstraumstúrbínunni er henni einfaldlega lagt við stjóra á þeim stað sem ætlunin er að virkja hafstrauminn og raforkan leidd í land með streng. Þá þolir hún vel ölduhreyfingar og hægt er að stýra á hvaða sjávardýpi rafstöðin liggur, eða frá 1,3 metra dýpi og niður í 200 metra dýpi. Lesa má nánar um þennan búnað á http://www. gulfstreamturbine.com/ Skotar virkja orku hafsins Green Ocean Energy Ltd í Aberdeen í Skotlandi er annað fyrirtæki sem hefur verið að hasla sér völl, bæði við virkjun sjávarfalla og ölduhreyfingar. Hefur fyrirtækið hannað straumorkuhverfil sem getur framleitt 500 kílóvött sem dugar fyrir 125 heimili. Þá hefur fyrirtækið einnig hannað álíka afkastamikla ölduhreyfingaorkustöð. Þá hefur fyrirtækið Ocean Power Technologies (OPT) sett upp „orkubaujur“ eða OPT's PowerBuoy® úti fyrir Skotlandsströndum til að framleiða raforku úr öldum hafsins. Nær óteljandi möguleikar Möguleikarnir við að virkja vatnsafl af ýmsum toga eru nær óendanlega margir. Hér að framan er aðeins smá innsýn í þá tækni sem menn hafa verið að prófa bæði með eigin heimasmíði og með þaulreyndum búnaði viðurkenndra fyrirtækja á þessu sviði. Það fer ekki mikið fyrir Banki- túrbínunni. Banki-túrbína frá ítalska fyrirtækinu IREM, sem framleiðir ýmsar útgáfur af túrbínum fyrir smávirkjanir. Þessi gerð er ætluð fyrir litla fallhæð og rennsli allt niður í 10 lítra á sekúndu. Golfstraumstúrbínan var hugsuð til að virkja sjávarstrauma úti fyrir strönd Mikil vinna hefur verið lögð í þróun á liðnum árum og þar standa Skotar mjög framarlega.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.