Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014 með langminnsta sýklalyfjanotkun við framleiðslu á hverju kíló af kjöti. Í fyrri úttektum EMA hefur Ísland hins vegar verið með bestu stöðuna. Hugsanlegt er að skýringin sé að þarna er eingöngu talað um sýklalyf við framleiðslu á kjöti en vert að hafa í huga að ekki er talað um lyfjanotkunina í fiskeldi, sem hefur í gegnum tíðina verið mjög mikil í Noregi. Hrikaleg staða víða í Evrópulöndunum Samkvæmt grein Nationen er staðan hrikaleg víða í Evrópulöndum. Langverst er hún á Kýpur, en þar er sýklalyfjanotkunin á hvert kíló af framleiddu kjöti til manneldis nærri 65 sinnum meiri en á Íslandi. Á Ítalíu er lyfjanotkunin nærri 49 sinnum meiri en hér, nærri 40 sinnum meiri á Spáni og ríflega 33 sinnum meiri í Þýskalandi en á Íslandi. Lítið hlutfall sýklalyfjanotkunar á Íslandi vegna dýra Samkvæmt skýrslu landlæknis- embættisins frá 2012 hefur velta og sala sýklalyfja aukist hér á landi undanfarin ár þó magnið hafi verið svipað í fimm ár í röð. Eigi að síður var hlutfall sýklalyfjanotkunar í mönnum hæst á Íslandi árið 2012 á Norðurlöndunum, en rétt á eftir kom Finnland. Hlutfall sýkingalyfja til notkunar í dýrum var þó aðeins 0,5% af heildar söluverðmæti lyfja á Íslandi árið 2012 og 24% af söluverðmæti lyfja til notkunar í dýrum. Hefur heildarnotkun sýklalyfja í dýrum á Íslandi farið jafnt og þétt minnkandi undanfarin ár, eða um 23% frá 2010 til 2012. Í sumum sýklalyfjategundum minnkaði notkunin þó enn meira eða 33% til 58% á meðan sala á breiðvirkum penisillínum jókst. Þetta staðfestist í skýrslu Lyfjastofnunar Evrópu EMA frá 2012 sem sýnir lyfjanotkun sýklalyfja í dýrum í 19 Evrópulöndum. Til að auðvelda samanburð milli landa, er notkun í búfénaði deilt í áætlaðri þyngd búfjár á landinu það árið (PCU) og er þá gefið upp í mg/PCU. Þar kemur Ísland best út með 0,9 tonn og 8 mg/PCU á kg. Í þessari skýrslu er hlutfallið töluvert lægra á Íslandi en í Noregi. Miklar áhyggjur í Bandaríkjunum Í Bandaríkjunum hefur ofnotkun sýklalyfja og annarra lyfja í verksmiðjubúum einnig verið harðlega gagnrýnd af samtökum neytenda og dýraverndunarfélaga og vonast menn nú til að geta opnað augu manna þar í landi eftir 36 ára baráttu. Í mars 2012 fékk Fæðu- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (Food and Drug Administration) réttartilskipunum alríkisdómstóls um að taka á ofnotkun sýklalyfja í landbúnaði til að vernda almenning fyrir ónæmi gegn sýklalyfjum. Treglega virðist þó hafa gengið að þoka málinu áfram vegna gríðarlegra peningahagsmuna í bandaríska matvælageiranum. Ástæða þessarar réttarskipunar er til komin vegna lögsóknar Natural Resources Defence Council (NRDC), Center for Science in the Public Interest (CSPI), Food Animal Concerns Trust (FACT), Public Citizen og Union of Concerned Scientists (UCS) á árinu 2012. Tvær milljónir manna sagðar smitast árlega af ofurbakteríu Talið er að um 70-80% af öllum sýklalyfjum sem notuð eru í Bandaríkjunum séu gefin heilbrigðum húsdýrum í smáskömmtum til að hraða vexti þeirra og verja þau í óboðlegum aðstæðum. Í Evrópu er talið að hlutfallið sé um 50%. Áætlað hefur verið að í Bretlandi hafi verið notuð 350 tonn af sýklalyfjum í landbúnaði á árinu 2009 og þar af um 95% í alifugla- og svínarækt. Frá 2006 hefur þó verið bannað í Evrópu að nota sýklalyf sem vaxtahvetjandi efni. Athuganir Lyfjaeftirlits Evrópu sýna samt að því banni virðist alls ekki hafa verið framfylgt. Sem dæmi var fullyrt á vefsíðu Ecologist að frá 2004 til 2009 hafi 45-55% af öllum ávís- uðum fúkkalyfjum til landbúnaðar í Bretlandi verið notuð sem vaxta- hvetjandi efni. Notkunin í Bandaríkjunum er sögð valda miklum skaða Bandaríkjamenn hafa aftur á móti verið mun róttækari í notkun sýklalyfja sem vaxtarhvata ef marka má fréttir. Tilraun til að draga úr þessu árið 2008 var sögð kæfð í snatri af hagsmunaaðilum í lyfjageiranum. Það gerðist þrátt fyrir að yfirvöld höfðu lýst hættunni á ofnotkun sýklalyfja í landbúnaði fyrir mannfólkið. Hættan á illviðráðanlegum bakteríufaraldri í fólki heldur því áfram að aukast. Þegar sýklalyf eru notuð sem vaxtarhvati er þeim ýmist blandað í fóður eða drykkjarvatn dýranna. Slík lyfjanotkun hefur stöðugt verið að aukast undanfarin 60 ár þrátt fyrir vitneskju um áhættu sem því getur fylgt fyrir mannfólkið vegna þróunar ofurbaktería. Tali er að minnsta kosti tvær milljónir manna smitist árlega í Bandaríkjunum af ofurbakteríum og það dragi 23 þúsund þeirra til dauða, samkvæmt upplýsingum Samtaka lífrænna neytenda í Bandaríkjunum, Organic Consumers Association. Geta og hafa borist í menn Í úrskurði bandaríska alríkis- dómstólsins segir meðal annars: „Rannsóknir hafa sýnt að notkun sýklalyfja í húsdýrum leiðir til þró- unar á sýklalyfjaþolnum bakteríum sem geta og hafa borist frá dýrum í menn, í gegnum beina snertingu, umhverfisáhrifa, neyslu eða við meðhöndlun á menguðu kjöti og alifuglaafurðum.“ Þá hefur einnig verið sýnt fram á að ofurbakteríur geta borist með hús dýrum og húsdýra áburði í jarð- veg þar sem ræktað er grænmeti. Þaðan berast þær auðveldlega í menn. Þetta er samhljóða yfirlýsingum Alþjóða heilbrigðismála stofnunar- innar og fæðuöryggis yfirvalda í Evrópu. Þýskir vísindamenn gengu meira að segja svo langt að segja að orsaka sýkinga í allt að helmingi þeirra sem sýkjast í Hollandi ætti uppruna í eldisdýrum. Talan væri eitthvað lægri í Bretlandi. Þá væri meirihluti tilfella þar sem sýklalyfjagjöf dygði ekki til að vinna á matareitrun rakin til áunnins ónæmis manna fyrir sýklalyfjum. Það stafar af neyslu á kjöti af dýrum sem alin eru á sýklalyfjum. Er ástandið sagt vera stöðugt versnandi. Ekki síst vegna ofnýt- ingar á ræktarlandi þar sem húsdýr fái ekki nauðsynleg bætiefni úr fæðunni og verði því viðkvæmari fyrir vaxandi flóru ofurbaktería. Aðgerðarleysi í 35 ár Gagnrýni þeirra samtaka sem hófu lögsókn 2012 byggir á því að í 35 ár hafi Fæðu- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna setið aðgerðarlaust hjá þegar matvælageirinn var upp- vís að því að nota sýklalyf í vaxandi óhófi. Avinash Kar, lögfræðingur NRDC, sem er aðili að stefnunni, sagði að á þessum 35 árum hafi ofnotkun sýklalyfja við eldi á heil- brigðum dýrum aukist gríðarlega. Það hafi stuðlað að fjölgun tilfella þar sem sýklalyfjaþolnar bakteríur komu við sögu sem hafi stofnað lífi manna í hættu. Með þessari síðbúnu lögsókn sé verið að stíga skref til að vernda lífsnauðsynleg lyf fyrir þá sem þurfi mest á þeim að halda, nefnilega mannfólkið. „Þessum lyfjum er ætlað að lækna sjúkdóma, ekki til að fita svína og kjúklinga,“ sagði Kar. Eftirlitið aðhafðist ekkert þrátt fyrir vitneskju um hættuna NRDC segir að „sofandaháttur“ Fæðu- og lyfjaeftirlitsins (FDA) í málinu sé athyglisverður í ljósi þess að langt er síðan vitað var um hætt- una sem mannfólki gæti stafað gæti af notkun sýklalyfja í land búnaði. Sé þetta enn athyglisverðara í ljósi þess að strax árið 1997 hafi þessi sama stofnun komst að þeirri niðurstöðu að jafnvel lítil notkun á penisillini og tetrasýklíni í húsdýrum gæti valdið því að bakteríur sem gætu smitast í fólk þróuðu með sér ónæmi við lyfjunum. Þrátt fyrir þessa vitneskju og setningar laga sem átti að leiða til þess að FDA aðhefðist eitthvað í málinu var „ekkert gert í 35 ár“. „Þessi aukning tilfella ofur- baktería sem við sjáum núna var spáð af FDA á áttunda áratugnum,“ sagði Jen Sorenson, annar lögfræðinga NRDC. Helstu heimildir: Nationen Landlæknisembættið Haraldur Briem sóttvarna- læknir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) Natural Resources Defense Council (NRDC) Organic Consumers Association Alþjóða heilbrigðismálastofn- unin (WHO) Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC) Sýklalyfjanotkun í kjötframleiðslu er mest í Bandaríkjunum samkvæmt OCA. 80% af öllum sýklalyfjum í Banda- ríkjunum eru notuð í dýraeldi. Sýklalyf eru ekki kjúklingafóður. Mynd af áróðursplakati gegn sýklalyfja notkun í landbúnaði. Úr fjölmiðlaumfjöllun í Banda- ríkjunum. Kjúklingur sýndur uppfullur af lyfjum. KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! HREINSI- OG SMUR- EFNI, GÍROLÍUR, SMUROLÍUR OG RÚÐUVÖKVI FYRIR ALLAR GERÐIR BIFREIÐA Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. Mest seldu jarðvarmadælurnar á Íslandi Thermia varmadælur loft í vatn og vatn í vatn (jarðvarmadælur). Hafðu samband og kynntu þér mögulegan orkusparnað með varmadælu. Bjóðum fría ráðgjöf og útreikninga um mögulegan orkusparnað. Vertu velkominn í hóp ánægðra viðskipta- vina, við bjóðum þér að hafa samband við okkar viðskiptavini til þess að kynna þér gæði og þjónustu okkar. Thermia fagnar 90 ára afmæli í ár og er í eigu Danfoss. Á R A Smiðjuvegur 70 - 200 Kópavogur www.verklagnir.is - info@verklagnir.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.