Bændablaðið - 23.01.2014, Síða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014
Fituinnihald mjólkur er hægt að
hækka með kynbótum, en þær
breytingar taka langan tíma auk
þess sem maður þarf að vera
viss um að markaðurinn fyrir
mjólkurfitu haldist. Til styttri
tíma litið er einfaldast að auka
fituinnihaldið með bættri fóðrun,
með því að breyta samsetningu
fóðurs eða með því að breyta um
fóðrunaraðferð.
Á mörgum búum hefur á
undangengnum árum verið lögð
áhersla á meiri afurðir, en sumum
hefur reynst erfitt að auka bæði
afurðir og hækka verðefnahlutfall
samtímis. Almennt séð er neikvætt
hlutfall milli aukinna afurða og
verðefnahlutfalls. Samkvæmt norska
skýrsluhaldinu í nautgriparækt virðist
aukning um 1.000 kg meðalafurðir
minnka fituhlutfall milli 7 og 10
hundraðshluta. Það er því mikilvægt
að fóðra rétt til að tryggja næga fitu
til vinnslu mjólkurbúanna nú þegar
eftirspurn er jafn mikil og raun ber
vitni.
Byggingarefni mjólkurfitu
Á mynd 1 má sjá þrjár meginuppsprettur
byggingarefna fyrir mjólkurfitu:
1) Edik- og smjörsýrumyndun við
vambargerjun, 2) Fóðurfita og 3)
Holdniðurbroti. Uppspretta númer
1 hefur lang mest áhrif, sérstaklega
þegar vambargerjunin leiðir af sér
mikla framleiðslu á smjörsýru.
Gott vambarjafnvægi er afgerandi
þáttur fyrir hátt fituhlutfall, en
vambarjafnvægið ákvarðast af því
hvort nægur „strúktúr“ (tyggiefni)
sé í fóðrinu og af hlutfallinu milli
sterkju og trénis (NDF). Þegar
fituhlutfall tankmjólkur er komin
niður í 3,5-3,6% er það skýrt merki
um að vambarjafnvægi sé ekki nógu
gott. Þegar fituhlutfall er orðið enn
lægra, niður undir 3,2% eða svo,
er fituhlutfallið orðið óeðlilega lágt
og getur komið af mörgum þáttum;
m.a. vambarjafnvægi og fituinnihald/
fitusamsetningu í fóðri. Í slíkum
tilvikum getur lélegt vambarjafnvægi
kallað fram framleiðslu á fitusýrum
í vömb sem hafa neikvæð áhrif á
fitumyndun í júgra. Dæmi um slíkt
tilvik væri rýgresisbeit með háu
hlutfalli kjarnfóðurs að auki.
Nægilegt tréni er mikilvægt
Trénisinnihald (NDF) í fóðrinu er oft
notað sem mælikvarði á það hvort
nægilegur strúktúr sé í dagsskammti
kúnna. Mynd 2 sýnir samhengi
milli NDF-innihalds í fóðri og
fitu- og próteininnihalds í mjólk.
Með auknu NDF-innihaldi eykst
fita í mjólk en prótein lækkar. Það
kemur af því að aukið NDF-innihald
lækkar hlutfall sterkju og sykurs í
fóðrinu. Þetta þýðir orkulægra fóður
sem lækkar mjólkurframleiðslu og
próteinhlutfall. Almennt má segja að
NDF-innihald í gróffóðri mjólkurkúa
eigi að vera á bilinu 480-520 g/kg
þe., eða um það bil 350-420 g/kg
þe. í heildardagsskammti. Þegar
fóðuráætlanir eru unnar í Norfôr-
fóðurmatskerfinu er m.a. tekið tillit til
vambarálags annars vegar og hlutfalls
milli auðmeltra kolvetna (sterkju og
sykur) og tormeltra kolvetna (trénis)
hins vegar. Niðurstöður rannsóknar
á 386 norrænum fóðuráætlunum
benda til að vambarálag geti gefið
góðar vísbendingar um fituinnihald
í mjólk. Mynd 3 sýnir samhengi
milli vambarálags og fituinnihalds
í mjólk, en línan er hæst um það
bil við vambarálag 0,38. Vegna
sveigjunnar er toppurinn nokkuð
flatur, svo útslag á fituinnihald hefur
mest að segja þegar vambarálag er
komið niður fyrir 0,2 (mjög lágt
kjarnfóðurhlutfall) eða upp fyrir
0,6 (mjög hátt kjarnfóðurhlutfall).
Niðurstöðurnar sýna að bæði of lítið
og of mikið af auðmeltum kolvetnum
lækka fituhlutfall.
Áhrif kjarnfóðurs á fituhlutfall
Bæði kjarnfóðurhlutfall og hráefni
kjarnfóðursins hafa áhrif á fituinnihald
mjólkur. Aukið kjarnfóðurhlutfall
(hlutfall af þurrefnisáti) er oft tengt
við lækkandi fituhlutfall í mjólk.
Rannsóknaniðurstöður eru hins vegar
ekki alltaf sammála í þessum efnum,
en fylgja þó nokkuð mynd 3 sem sýnir
vambarálag. Þegar frjálst át á gróffóðri
er viðhaft í fjósinu (miðað við að um
10% fóðurleifar séu dag hvern) og
kjarnfóðurhlutfall fer yfir 50-55%
fer kjarnfóðurhlutfallið að hafa áhrif
til lækkunar á fituhlutfalli í mjólk.
Þegar lítill plöntusykur er í heyjunum
er hægt að bæta það upp með auknu
kjarnfóðri sem inniheldur sykur og
auðleysta sterkju. Slíkt er hægt að fá
úr t.d. köggluðu byggi (1,5-2 kg/kú/
dag) en það eykur myndun edik- og
smjörsýrugerjun. Þetta á sérstaklega
við þá bændur sem eiga mikið verkað
vothey með sykurinnihald innan
við 50 gr/kg þe. Þegar vambarálag
er orðið mjög hátt getur slæmt
vambarjafnvægi haft neikvæð áhrif á
fituhlutfallið. Þetta á sérstaklega við
um kýr á fyrsta hluta mjaltaskeiðs
(fyrstu 90 daga frá burði). Þetta skýrist
af minni átgetu á gróffóðri og þar með
hærra kjarnfóðurhlutfalli.
Hrávörusamsetning í kjarnfóðri
Hrávörusamsetning kjarnfóðurs hefur
áhrif á fituinnihald í mjólk, en áhrif
þess fara eftir kjarnfóðurhlutfalli.
Þegar kjarnfóðurhlutfallið er hátt (10-
12 kg/dag) eru möguleg sóknarfæri
í því að skipta hluta af sterkjuríku
hrávörunum (hveiti, bygg, hafrar) út
fyrir sykurrófuhrat. Sykurrófuhrat
hefur jákvæð áhrif á vambarjafnvægið
og vambargerjun þess skilar hærra
hlutfalli af smjörsýru. Hins vegar þarf
2-2,5 kg/kú/dag af sykurrófuhrati til
að fá fram jákvæð áhrif og í tilbúnum
kjarnfóðurblöndum þarf hlutfallið
því að vera 20-25%. Fyrir þá sem
hafa aðstöðu til þess getur lútað
hveiti einnig verið möguleiki. Lútað
hveiti gefur möguleika á því að hafa
hátt hlutfall sterkju í dagsfóðri án
þess að það hafi neikvæð áhrif á
vambarumhverfið.
Aukin mettuð fita í fóðri, s.s.
kalsíumhúðuð fita eða Akofeed
Gigant®, hafa í tilraunum bæði sýnt
jákvæð og engin áhrif á fituinnihald
mjólkur. Í þeim rannsóknum þar
sem aukin fóðrun á fitu hefur sýnt
jákvæðar niðurstöður hafa 200-
300 grömm af auka fitu hækkað
fituinnihaldið um 0,05-0,10 prósent.
Mest áhrif hefur aukin fóðrun á fitu
þegar fóðrið inniheldur þá þegar
nokkuð af ómettaðri fitu.
Í hjörðum þar sem kjarnfóður-
hlutfallið er orðið hátt (meira en
50-55%) getur verið sóknarfæri að
bæta „buffer“, s.s. natríumbíkarbónati,
í fóðrið. Það hækkar sýrustig
vambarinnar og hefur mest áhrif
þar sem er gróffóðurskortur, lítið
gróffóðurát eða þar sem hlutfall
auðleystra kolvetna úr aukaafurðum
er orðið mjög hátt.
Áhrif gróffóðurs á fituhlutfall
Margir þættir í gerð gróffóðurs
hafa áhrif á fituinnihald í mjólk.
Mikilvægastir eru trénisinnihald,
meltanleiki (orkuinnihald) og verkun.
Áhrif af NDF-innihaldi
og meltanleika gróffóðurs á
fituinnihald eru hvorki skýr né
auðskilin. Það skýrist af því að hærri
meltanleiki eykur gróffóðurát og
mjólkurframleiðslu, en fituhlutfall
lækkar þó fitumagn aukist. Gróffóður
með háum meltanleika hefur alla
jafna lægra NDF-hlutfall og því getur
það valdið vandamálum varðandi
„strúktúr“ í vömb, sér í lagi ef
gróffóðurgjöf er ekki nægilega mikil.
Þar með lækkar vambarjafnvægi.
Sérstaklega á þetta við ef gróffóðrið
inniheldur innan við 460 gr NDF/kg
þe. (og ómeltanlegt tréni, iNDF, er
innan við 100 gr/kg NDF). Ef maður
stillir ekki kjarnfóðurgjöfina mjög
nákvæmlega með slíku „léttmeti“
getur það leitt til mikillar lækkunar
á fituinnihaldi. Það er því mikilvægt
að kýrnar hafi óskertan aðgang að
snemmslegnu gróffóðri, en það
bæði eykur mjólkurframleiðslu og
fituhlutfall. Hátt hlutfall af smára (yfir
40%) í votheyi lækkar fituhlutfallið
einnig. Sér í lagi á þetta við um
lífræna mjólkurframleiðslu þar sem
mikið er keyrt á grasfræblöndum
með smára. Í slíkum tilvikum getur
verið gott að blanda saman ólíkum
gróffóðurtegundum, s.s. fyrsta slætti
og smáraríkri hánni.
Verkun gróffóðurs
Verkun gróffóðurs hefur mikil áhrif
á fituinnihald í mjólk. Illa verkað
fóður dregur úr gróffóðuráti og
eykur hættu á slæmri vambargerjun.
Hátt sykurinnihald í votheyi eykur
smjörsýrumyndun í vömb og hækkar
því fituinnihald í mjólk. Hækkun á
sykurinnihald í gróffóðri úr 50 gr/kg
þe. í 100 gr/kg þe. hækkar fituinnihald
mjólkur um 0,15 prósentueiningar.
Hátt sykurinnihald í gróffóðri fæst
með hraðri forþurrkun upp í 30-34%
þurrefni, en einnig með því að nota
íblöndunarefni sem innihalda sýru.
(Þýtt og staðfært úr Buskap 6/2012)
Rétt fóðrun hækkar fituhlutfall mjólkur
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Fituinnihald <3,7%; bættu vambarumhverfið
Er frjálst át á gróffóðri? Lítið gróffóðurát gefur lélegt
vambarumhverfi.
Mældu gróffóðurátið, át <8 kg þurrefnis er lágt
Þarf að gefa oftar, sópar moði frá oftar, jafnvel breyta um
aðferð?
Er verkun votheysins léleg?
Mældu gróffóðurátið
Er til betra verkað fóður eða er hægt að blanda ólíkum
heygerðum saman til að auka lystugleika?
Hvað er gefið mikið kjarnfóður?
Ef kjarnfóðurhlutfallið er >55% eykst hættan á slæmu
vambarumhverfi
Breyttu kjarnfóðurskömmtunum
Er nægilegur strúktúr í heyjunum? Gefðu kjarn- eða aukafóður
sem bætir strúktúr heildarfóðursins
Er nægilegur strúktúr í gróffóðrinu?
Er NDF-innihaldið <460 g/kg þe.?
Er söxun gróffóðursins of mikil? Besta agnastærð er 40–50 mm
Fjöldi kjarnfóðurgjafa á dag.
Ef kjarnfóður er gefið 2svar á dag ber að fjölga
kjarnfóðurgjöfum í 4 á dag og úr 6 í 8 gjafir. Þó skulu líða 1,5
klst. milli kjarnfóðurgjafa (á síður við í lausagöngufjósum með
kjarnfóðurbása)
Fituinnihald 3,7–4; bættu vambargerjun og fitufóðrun
Skoðaðu gróffóðurgæðin
Er nægilegur sykur í heyjunum? Ef sykur er <50 g/kg þe. eða
mjólkursýruinnihald >100 g/kg þe. er hægt að gefa bygg-
köggla til viðbótar
Skiptu í gróffóður með hærri meltanleika (lægra NDF-innihald)
en þó verður meðal-NDF-innihald í gróffóðrinu að vera >480
g/kg þe.
Blandið smáraríkum heyjum (>40-50%) saman við gróffóður
með minni smára
Íhugaðu kjarnfóðurmagn og -gjöf allt mjaltaskeiðið
Notið kjarnfóður með háu hlutfalli af sykurrófuhrati/
sykurrófum ef kjarnfóðurgjöf er >10–12 kg
Of mikil kjarnfóðurgjöf á mið- og síðmjaltaskeiði; gefið minna
kjarnfóður en takið þó tillit til gróffóðurgæða (á almennt ekki
við)
Hvert er vambarálag fóðursins? Íhugaðu að breyta fóðruninni
til að lækka það.
Íhugaðu að fóðra með fitu
Ef fituinnihald er <4% í dagsfóðri. Notaðu kjarnfóðurtegund
með hærra fituinnihald eða gefðu aukalega torleysta fóðurfitu.
Grundvallaratriði er að heyefnagreiningar liggi fyrir þegar komast á
til botns í því hvers vegna verðefnahlutfall í mjólk er of lágt. Norfôr
er mjög gott verkfæri til að meta gróffóðurgæði, og finna rétta
kjarnfóðurtegund og -magn til að tryggja há efnahlutföll í mjólk.
Er lágt fituhlutfall vandamál?
Jóna Þórunn
Ragnarsdóttir
Ráðunautur í fóðrun
hjá RML
mundi@rml.is
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Hafa áhrif um land allt!