Bændablaðið - 23.01.2014, Page 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014
Eftir því sem nútíma sveitabæir
verða sífellt háþróaðri á fjartengd
ráðgjöf sífellt meiri vinsældum
að fagna, samkvæmt nýjustu
upplýsingum frá DeLaval, sem er
leiðandi framleiðandi á lausnum
sem auka framleiðni á kúabúum.
Fjartengd sveitabýli draga
ekki aðeins úr þörf á beinum
heimsóknum tæknimanna
heldur einnig úr heimsóknum
dýralækna, fóðurráðgjafa og
jafnvel fjármálaráðgjafa.
Nýlegar upplýsingar varðandi
uppsetningar frá DeLaval, sem
hefur sett upp meira en 2.000
uppsetningar á síðustu 12 mánuðum,
sýna að fjartenging á kúabúum
hefur sannað sig með endurteknum
hætti og skilað aukningu, bæði
hvað varðar stýringu og skilvirkni
í stjórnun kúabúa. Útkoman er sú
að æ fleiri bændur eru meðvitaðir
um kosti fjartengdrar ráðgjafar frá
utanaðkomandi sérfræðingum.
Bændur sem þarfnast stuðnings
og ráða frá sérfræðingum þurfa ekki
lengur að reiða sig á staðbundið net
þjónustuaðila. Þeir geta núna leitað
ráða hjá dýralæknum, fóður- og
fjármálaráðgjöfum lengra í burtu.
Ennfremur er hægt að ná sambandi
við tölvuna á kúabúinu með tryggu
netsambandi þegar bóndinn er að
heiman.
„Fjartenging við kúabúið gerir
okkur mögulegt að styðja við
viðskiptavini okkar úr röðum bænda
með umfangsmeiri hætti en áður.
Þessi tegund fjartengingar gefur
okkur möguleikann á að styðja
við bóndann á fljótvirkari hátt og
með meiri nákvæmni en áður, þar
sem við erum ekki lengur bundnir
við raunverulega heimsókn ef við
þörfnumst gagna frá kúabúinu til að
taka ákvörðun,“ segja ráðgjafar hjá
DeLaval International. „Fjartenging
við kúabúið gefur bændum
möguleika á að leyfa tæknimönnum
okkar og öðru fagfólki að tengjast
tölvu kúabúsins til að veita aðstoð,
ráð og stuðning.“
Búnaðurinn, sem er m.a.
með öfluga vírusvörn, hentar
öllum eigendum DeLaval-
mjaltabúnaðar sem eru með PC
tölvu og er þessi búnaður nú
fáanlegur hjá Fóðurblöndunni og
Bústólpa. Nánari upplýsingar gefa
þjónustufulltrúar og söluráðgjafar
DeLaval hjá áðurnefndum
fyrirtækjum.
Um DeLaval
DeLaval er leiðandi framleiðandi á
lausnum sem bæta frammistöðu á
sveitabýlum sem eru í framleiðslu
á matvælum í atvinnuskyni.
Fyrirtækið leggur kapp á að draga úr
áhrifum á umhverfið samhliða því
að bæta matvælaframleiðslu, auka
arðsemi og vellíðan fólks og dýra
sem í hlut eiga. Einnig býður það
upp á vörur, kerfi og þjónustu fyrir
öll þrep mjólkurframleiðslunnar.
Lausnir DeLaval eru notaðar
daglega af milljónum kúabænda á
hverjum degi um allan heiminn.
DeLaval var stofnað fyrir meira
en 130 árum í Svíþjóð þegar
hugsjóna maðurinn Gustaf de Laval
fékk einkaleyfi á skilvindunni. Í dag
starfa 4.500 manns hjá DeLaval og
fyrirtækið er með starfsemi á meira
en 100 markaðssvæðum. DeLaval,
ásamt Tetra Pak og Sidel, er hluti
af Tetra Laval Group. Sjá nánar á
heimasíðunni www.delaval.com.
Eigum allar síur í New Holland og JCB á lager
Skeiðarás 3 Garðabær Sími 5272600 velavit@velavit.is
Varahlutir - Viðgerðir
sérhæfum okkur í JCB Hydrema Iveco New
Holland og Case
Vélavit
Oftast ódýrastir!
JCB
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
· Tekur heitt vatn > sparneytin
· Stórt op > auðvelt að hlaða
· Þvotta og orkuklassi A
· Engin kol í mótor
12 kg
Þvottavél
Amerísk
gæðavara
Dekkjainnflutningur
15% afsláttur af öllum dekkjum
til 31. janúar 2014
Eigum á lager flestar stærðir
traktora-, vagna-, vinnuvéla-
og vörubíladekkja.
Einnig mikið úrval fólksbíla-
og jeppadekkja.
Jason ehf.
Hafnarstræti 88
Akureyri
Vinsamlegast hafið samband við
Ármann Sverrisson 896-8462 e-mail jasondekk@simnet.is
Tryggva Aðalbjörnsson 896-4124
Fjartenging og fjartengd ráðgjöf
slær í gegn hjá kúabændum