Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 152
Sigurður Árni Þórðarson
Hverjir eru viðmœlendur og viðtakendur?
Hverjum er þetta rit ætlað? Við hverja er talað? Þessar spurningar skipta máli
þegar metið er fræðilegt, menningarlegt og kirkjulegt gildi þessa framlagða
verks.
Heimildanotkun fræðirita er ávallt nokkur vegvísir um áherslur og efnis-
tök. Oft fletta menn upp heimildalista nýrrar fræðibókar, sem þeir sjá í fyrsta
sinn til að gera sér grein fyrir áherslum. Þegar lesin er heimildaskrá Sigur-
jóns Árna kemur í ljós, að höfundar og heimildir eru fyrst og fremst úr hin-
um þýskmælandi heimi. Þá er átt við annað efni en rit Lúthers. Mér telst til
að rit, sem vitnað er til, séu frumsamin á þýsku í um 95% tilvika og því sem
næst allir höfundar þýskir. í þau skipti, sem heimildir eru notaðar úr öðru en
þýsku málsamhengi og fræðahefð, er oftast vitnað til þýskrar þýðingar
þeirra. Dæmi um þetta er hið kunna rit Gustav Aulén: Christus Victor. Það
eru mörg eintök þeirrar bókar til á íslandi, því enska útgáfan hefur verið not-
uð við kennslu í guðfræðideild. Bókin sú er góð, en menn hafa veigrað sér
við að lesa hana á sænsku og hvað þá þýsku. Þeir munu því ekki verða marg-
ir sem nýta sér ívitnunina beint.
Hið sama gildir um hið mikla skýringarrit Barrets um Jóhannesarguð-
spjall; dogmu- og guðfræðisögu Bengts Hágglunds sem flestir íslenskir guð-
fræðingar nota í sænsku útgáfunni; Eros og Agape Nygrens, bækur Regins
Prenters sem hafa verið notaðar í dönsku útgáfunni á íslandi. Spurt er hvort
þessi bók er skrifuð fyrir þýska Lúthersfræðimenn og Lúthersáhugamenn, út
frá þýskri sögu og inn í þýskar aðstæður?
íslenskar heimildir og Lúthershefð
Meðhöndlun íslenskra heimilda er íhugunarefni. Á baksíðu bókarinnar sem
og formála (bls. 17) er sagt: „Með ritverki þessu er í fyrsta sinn á íslensku
gerð heildstæð úttekt á guðfræði Lúthers.“ Ekki er óeðlilegt að lesandinn bú-
ist við að þar með sé eitthvað fjallað um það innlenda efni sem birt hefur ver-
ið. Því kemur á óvart að sem næst ekkert er unnið með hina íslensku Lúth-
ershefð. Til Hallgríms Péturssonar er vitnað í framhjáhlaupi og 4 versa úr
Passíusálmum til að skýringar. Hið sama gildir um Jón Vídalín sem er nefnd-
ur, en um guðfræði hans er ekki rætt. Ekkert er fjallað um rit Helga Hálfdán-
arsonar, sem hann gaf út 1883 í tilefni af fjögurra alda fæðingarafmæli hetj-
unnar í Wittenberg. Ekki heldur er farið höndum um hið fjölbreytilega Lúth-
ersefni í öðrum ritum Helga sem og sálmum hans. Það sem Sigurjón Árni
notar er saga Helga Hálfdánarsonar um fornkirkjuna, sem er óvænt endur-
150