Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 78
SKAG FIRÐINGABÓK
Svona gekk lífið í kotunum í Gönguskörðum þá, og minnimátt-
arkenndin heltók hugi unglinganna og gerði þá að hálfgerðum
aumingjum. Sumir réttu fljótt við, aðrir seint eða aldrei.
Þetta var auðvitað hörmulegt búskaparlag, að þurfa fyrst og
fremst að fóðra annarra lömb fyrir lítið gjald, úttekt í mat, sem
var búið að eyða fyrir áramót, og svo að kaupa bjargræði fyrir sína
eigin gemlinga. Þannig var allt upp étið fyrir fram og nær ómögu-
legt að snúa við.
Maður sá, er var bjargvættur þarna í Skörðunum þessi ár, hét
Bjarni og var Þorláksson og átti heima í Kálfárdal. Var hann lausa-
maður eða húsmaður hjá Skúla Bergþórssyni, sem áður getur.
Bjarni var roskinn, er hér var komið. Ég held hann hafi verið allra
vænsti karl og ekki haft rangt við í spilum sínum við fátækling-
ana, en auðvitað séð um að skaðast ekki, og mér virtist öllum vera
heldur vel til hans. Það vissi ég fyrir víst, að föður mínum var held-
ur hlýtt til hans, þó Bjarni hafi ef til vill á engum grætt meir en
föður mínum.
Einn var ljóður á ráði fátæklinganna í Skörðunum þessi ár: að
nota ekki hrossakjöt til matar. Auðvitað var fátt af hrossum, en af
og til var þó lógað gömlu hrossi, sem hefði getað verið fáu fólki
hið mesta bjargræði. En fyrirlitningin og ógeðið á þeirri fæðu var
svo rótgróið, að ekki mátti minnast á slíkt. Afmr á móti heyrði ég,
að hrossakjöt væri borðað sums staðar á Reykjaströndinni, og þóttu
þeir, sem í hlut áttu, að minni menn fyrir. Svona getur vaninn og
heimskan gengið langt.
Ég man vel eftir því, að eitt sinn slátraði faðir minn gamalli
hryssu. Skinnið var að sjálfsögðu hirt til skógerðar og fitan til ljós-
metis, en kjötið kenndi hann kindunum að éta, og var það talið hið
bezta fóður.
Sá fyrsti í Skörðunum, sem ég vissi að notaði hrossakjöt til matar
sér og fólki sínu, var enginn fátæklingur, Björn Jónsson á Heiði,
síðar hreppstjóri m. m. Var hann í því sem mörgu öðru á undan
sinni samtíð. Og eftir þann tíma fór yngra fólkið smám saman að
taka upp þennan sið, en gamla fólkið var ósveigjanlegt.
Roskið fólk talar mikið um það í bókum eða útvarpi, hvað það
76