Skagfirðingabók - 01.01.1966, Qupperneq 83
ENN UM HAFLIÐA
Veit ég nú ekki víst, hvort hann hefur verið sendur heim til sín
hér á Sauðárkrók eða komið sjálfviljugur, en á Sjávarborg var hann
framan af sumrinu við slátt. Frétti þó Hjálmar á Þorljótsstöðum, er
hann fór út á Krókinn síðast, nú fyrir stutm, að Hafliði væri í
gæzluvarðhaldi þar. Þess vegna var okkur varðmönnum það óskilj-
anlegt, að mannrola sú, er Hjálmar sá við Fossá, gæti Hafliði verið,
sem þó var raunar.
Að Arbæ kom hann þann 12. Kvaðst hafa verið á fjöllum þrjá
sólarhringa, farið yfir Jökulsár uppi við jökul. Annars var ekkert
hægt að fá að vita hjá honum, sízt hvert hann ætlaði. Mæltist hann
til þess við Ingibjörgu að fá hjá henni matarbita, — kvaðst vilja
fara á fjöllin aftur. Hætti þó við það, er ég gat um, að Eyfirðingar
væru í fjárleit fremra. Fór því frá Arbæ, meðan ég stanzaði þar, á-
leiðis að Merkigili, hvert sem hann hefur snúið ferðinni.
Mjög virtist sem honum væri illa við komu mína að Arbæ og
okkur varðmenn yfir höfuð, er honum var sagt frá okkur. — Að
Arbæ kom ræfill þessi á berum og blóðugum fótum, máttlaus af
hungri. Tregur var hann að segja til nafns síns, duldi þess þó ekki,
er Kristján lét honum í ljósi, að hann vissi, hver hann væri.
14. sept: — Fór Hjálmar yfir að Árbæ. Kom Hafliði þar enn,
meðan hann tafði þar, hafði farið að Merkigili kvöldið áður og
gist þar um nóttina. Var nú gallharður að leggja á fjöllin, kvaðst
mundu fara snemma næsta dag. Hafði honum verið gefinn matur
á Merkigili til ferðarinnar. Falaði hann nú gistingu á Árbæ.
15. sept: Eg á ytri verði. Fór í Árbæ. Var Hafliði nýfarinn þaðan,
er ég kom. Varð ég hans þó hvergi var. Mun hann hafa séð mig
fyrr en ég hann og falið sig. Sýndist þeim stúlkunum hann fremur
rólegur og hugðu hann ekkert mundu ætla að fara. Og þar enginn
karlmaður var heima við, var þeim ekki meira en svo um hann,
og til að hræða hann af stað, sögðu þær honum, að gestir kæmu,
líklega að minnsta kosti einn maður utan af Krók. Vildi hann þá
ekki tefja og fór í skyndi.
Undarlegur hafði hann nú verið fremur en þegar hann kom næst
áður, og óð hann nú ýmsa vitleysu.
e
81