Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 84

Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 84
SKAGFIRÐIN GABÓK 17. sept: — Fór ég yfir að Arbæ í þetta sinn fyrir tilmæli Ingi- bjargar síðast áður, er ég kom þar, þar hana grunaði, að Hafliði yrði þar á vakki, en piltar máske gætu ei alltaf verið heima. Voru þær ei lausar við ótta af karlinum.. " (Síðar sama dag, er Sigtrygg- ur er á heimleið og hittir Arbæjarmenn):... „Segir Kristján mér þá, hvernig á standi ferðum þeirra, á þessa leið: Það var eins og ég hef getið hér að framan, að Hafliði fór frá Arbæ á fimmtudag s. 1., stuttu áður en ég kom þar, og ætlaði á fjöllin. Hugðu allir hann nú alfarinn, eða flestir, og að hann kæmi nú ekki aftur. Hvessti æði mikið um kveldið, en Kristján reið fram á Selið (Tinnárselið), er nokkuð svo var farið að dimma, til að líta eftir heyjum, er þar voru óþakin. Var hann þá hissa, er hann mætir Hafliða stutt fyrir utan húsin, þar sem hann kemur þá framan að. Heilsar Hafliði honum og kveðst nú ekki hafa farið lengra en á húsin, þar sér hafi þótt veður hvasst og fremur ískyggilegt. Spyr Kristján hann nú, hvað hann ætlist fyrir, en hinn anzar því ekki. Talast þeir þá lítið meira við, en Kristján ríður á húsin og fer að dytta að heyjunum. Kemur Hafliði þá og býðst til að hjálpa hon- um til, en Kristján kveður sér litla þægð í því. Endar hann svo við- gerð við heyið, og spyr þá Hafliða, hvort hann ætli sér nú að setjast þar að á húsunum eða fara heim og fá að liggja þar inni. Og tekur Hafliði þann kost heldur. — Verður hann þá Kristjáni samferða heim og er á Arbæ um nóttina. A föstudagsmorgun búast þeir feðgar fram eftir, og var nú held- ur ýtr undir Hafliða að búast til ferðar og taka daginn í tíma, þar nú var veður mjög bjart og gott. Fer hann þá fram eftir og er að flækjast í kringum þá, meðan þeir rista á heyið, og ekkert ferða- snið á honum; bauð Kristjáni nú að rista og hjálpa til, en ekki kvaðst Kristján þurfa þess, væri heppilegra fyrir hann að fara af stað. Kvað hinn tíma nægan ennþá. Leið svo fram yfir miðjan dag, að ekki fer hann. Eru þeir feðgar þá búnir að þekja heyið og kveðja þá Hafliða og fara heim. Er það þá litlu eftir, að þeir eru heim komnir, að þeir sjá, hvar Hafliði kemur fram grundir og leggur heim að bæ. Er hann þar þá enn þessa nótt. 82
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.