Skagfirðingabók - 01.01.1966, Qupperneq 84
SKAGFIRÐIN GABÓK
17. sept: — Fór ég yfir að Arbæ í þetta sinn fyrir tilmæli Ingi-
bjargar síðast áður, er ég kom þar, þar hana grunaði, að Hafliði
yrði þar á vakki, en piltar máske gætu ei alltaf verið heima. Voru
þær ei lausar við ótta af karlinum.. " (Síðar sama dag, er Sigtrygg-
ur er á heimleið og hittir Arbæjarmenn):... „Segir Kristján mér
þá, hvernig á standi ferðum þeirra, á þessa leið:
Það var eins og ég hef getið hér að framan, að Hafliði fór frá
Arbæ á fimmtudag s. 1., stuttu áður en ég kom þar, og ætlaði á
fjöllin. Hugðu allir hann nú alfarinn, eða flestir, og að hann kæmi
nú ekki aftur. Hvessti æði mikið um kveldið, en Kristján reið fram
á Selið (Tinnárselið), er nokkuð svo var farið að dimma, til að líta
eftir heyjum, er þar voru óþakin. Var hann þá hissa, er hann mætir
Hafliða stutt fyrir utan húsin, þar sem hann kemur þá framan að.
Heilsar Hafliði honum og kveðst nú ekki hafa farið lengra en á
húsin, þar sér hafi þótt veður hvasst og fremur ískyggilegt. Spyr
Kristján hann nú, hvað hann ætlist fyrir, en hinn anzar því ekki.
Talast þeir þá lítið meira við, en Kristján ríður á húsin og fer að
dytta að heyjunum. Kemur Hafliði þá og býðst til að hjálpa hon-
um til, en Kristján kveður sér litla þægð í því. Endar hann svo við-
gerð við heyið, og spyr þá Hafliða, hvort hann ætli sér nú að setjast
þar að á húsunum eða fara heim og fá að liggja þar inni. Og tekur
Hafliði þann kost heldur. — Verður hann þá Kristjáni samferða
heim og er á Arbæ um nóttina.
A föstudagsmorgun búast þeir feðgar fram eftir, og var nú held-
ur ýtr undir Hafliða að búast til ferðar og taka daginn í tíma, þar
nú var veður mjög bjart og gott. Fer hann þá fram eftir og er að
flækjast í kringum þá, meðan þeir rista á heyið, og ekkert ferða-
snið á honum; bauð Kristjáni nú að rista og hjálpa til, en ekki
kvaðst Kristján þurfa þess, væri heppilegra fyrir hann að fara af
stað. Kvað hinn tíma nægan ennþá.
Leið svo fram yfir miðjan dag, að ekki fer hann. Eru þeir feðgar
þá búnir að þekja heyið og kveðja þá Hafliða og fara heim. Er það
þá litlu eftir, að þeir eru heim komnir, að þeir sjá, hvar Hafliði
kemur fram grundir og leggur heim að bæ. Er hann þar þá enn
þessa nótt.
82