Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Qupperneq 178
176
MULAÞING
Þorstein um það sem allir vissu, en hann gæti svarað ýmsu öðru. Upp-
runi þessara greina verður að liggja á milli hluta, en hér á eftir fara
tvær þeirra valdar af nokkru handahófi. Þær lýsa svolítið inn í hugskot
Þorsteins og sýna viðhorf hans til lífsins og gilda þess.
Greinarnar tvær eru birtar stafréttar og með greinamerkjasetningu
óbreyttri:
Að heira
Góð heirn er mikið góð gjöf að heira mart, er gott og þarflegt, en þó er mart
sem við ættum ekki að heira af því sem við heirum og aldrei hefðum átt að
heira, eyrunum má líkja við dyr sem mart fer inn um bæði Ijótt og fagurt.
Það eru til sumir menn sem hafa sterka löngun til að segja frá öllum mögu-
legum hlutum jafnvel særandi og meiðandi um náungann sem aðra varðar ekkert
um og svo fara þeir að reina að komast til botns í því og eru ekki rónni fyrr
en þeir eru búnir að vita hvernig í öllu liggur, þetta eru hin forvitnu eyru og
hvössu, sem hætta ekki fyrr en önnur jafnforvitin eyru fá að heyra sem þau
lystir Þessum eyrum þarf að sjá við og varast.
Góðir menn gefa lítið fyrir að heyra alt það umtal og ath sendir frá hugsunar-
lausum slúðurs manneskjum. Það eru til margir hlutir sem eru sorglegir að
heira og aðrir að þeir eyðileggja gott skaplyndi og ræna ánægju. Opnum eyrun
fyrir velviljuðum mönnum sem taka því sem vér segjum með skynsamlegri
ályktun, en lokum þeim fyrir vonsku og lélegum hugsunarhætti sem gera eyrun
sljó og tilfinningalaus sé vaninn látinn ráða því það er alls ekki nauðsynlegt að
heyra alt sem sagt er.
Það hefði verið æskilegt að eyru mannsins væru þannig úr garði gerð að hægt
væri að opna þau og loka eftir vild.
Höfum Fegurðarsmekk
Það er mikill mismunur á því hjá mönnum með hvaða auga þeir líta á hina
og þessa hlutina sem þeir skoða eða virða fyrir sér, hvort að er um stærri eða
smærri heild að gera, sumum finnist rétt laglegt það sem öðrum finnist afkára-
iegt, því er nokkuð æft í orðtakinu „Sínum augum lítur hver á silfrið"
Það er svo ótalmart fagurt og fallegt til, bæði í fjarlægð og nálægð og eins í
kringum menn, sem hægt er að viðurkenna aðdáanlegt, en því miður vantar
marga fegurðar smekk eða tilfinningu fyrir því sem fagurt er, sem er orsök
þess, nema hjá þeim sem það er meðfætt. Hvað lítið far menn gera með það
að glæða hjá börnum og unglingum náttúrufegurðina á meðan þau eru mest
meðtækilegust fyrir flest og sálarlíf þeirra er ósnortið af því mikla umstangi
sem kemur fram í tilveru heimsins og sljóleiki aldursins kemur ekki í ljós.
Alstaðar í heiminum er til marg háttuð fegurð, sem getur verið efni til aðdáun-
ar, það er ekki svo mart til ljótt, að þess gæti svo mikið, sérstaklega ef menn
reyna að finna það fagra út úr hverri heild fyrir sig sem er athuguð. Fegurð
yðnaðarins getur verið mjög mikil og margbrotin og ýmsar listir.