Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 12
10
MÚLAÞING
Brátt kom hitt fólkið og var tekið mjög vel á móti öllum hópnum.
Þröngt var á þingi og fóru einhverjir upp á loftið. Þar var allt þiljað í
hólf og gólf, eitt rúm undir uppgöngusúð, en hinumegin hjónarúm og
annað fyrir bam. Á bænum voru hjónin Guðmundur Guðmundsson, ætt-
aður af Berufjarðarströnd, kona hans Halldóra Eiríksdóttir og böm fjög-
ur, ég man eftir Sigurjóni og Eyþóri.
Guðmundur sagði okkur að viðtökur yrðu ekki ríkmannlegar, hann
ætti eftir að nálgast haustkaupskap, en hins vegar hefði hann veitt vel í
vatninu nóttina áður.
Eftir skamma bið var okkur borinn silungur eins og hver gat í sig látið
og rúgbrauð, kaffisopi á eftir og kleinur með og brátt var gengið til
hvílu, enda gestir þreyttir af 17-18 km göngu í snjóþæfingi. (Vegalengd
miðuð við kort). Uppi svaf fjölskyldan, Mývatnskonan og Grímur Vík-
ingur. Við hinir röðuðum okkur á eldhúsgólfið sem þá var fullsett. Eg
hafði regnkápu ofan á mér og var hrollkalt, sofnaði þó við og við. Ekki
veit eg um hina, en þeir bærðu ekki á sér. Þeir höfðu yfirhafnir ofan á
sér og eitthvað tíndu hjónin saman til að skýla þeim.
Við vöknuðum nreð birtu. Þá kom Halldóra ofan, hitaði kaffi og bak-
aði lummur, kannski úr síðustu hveitilúkunni, og gaf okkur. Nú var
konrinn illskuhraglandi á norðan og nokkur gjóla. Þá sagði einn ferða-
langurinn við mig: “Þú steindrepur okkur ef þú heldur áfram.” “Nei,”
svaraði ég, “við erum að fara norður og þangað förum við.” Aftur á
nróti var Mývatnskonan ferðafús, en eg þvemeitaði henni um samfylgd
og hún varð eftir í hálfan mánuð eða svo. Þá var orðið autt og bílfært
norður.
Áður en lagt var af stað borguðunr við næturgreiðann, 5 krónur hver,
og þótti Guðmundi það mikið. Dýrtíðin var víst ekki komin upp í Heiði.
Síðan var lagt af stað, og þar sem kompásinn í hausnum á mér var
orðinn öðmvísi en í gær, bað eg Guðmund um að konra okkur á vörður.
Það gerði hann góðfúslega, gekk með okkur norður með vatninu að
vestanverðu rúmlega þriggja km leið út á vörðuröð norður með þjóð-
leiðinni yfir Grjótgarðsháls. Þar kvöddum við Guðmund, og enn í dag
er eg þeim hjónum þakklátur fyrir þennan næturgreiða, þann besta sem
unnt var að veita í þessum þrönga bæ, og ekki er eg frá því að þau hafi
bjargað lífi okkar. Það var nefnilega engin fjarstæða sem Benedikt í
Hofteigi sagði, þetta var ógætnisflan.
Nú var erfiður dagur fram undan, sérstaklega erfið færð í Heljardal,
snjórinn jafnan í mitt læri, en ekki var hríðin slík að ekki sæi á milli