Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 209
MÚLAÞING
207
sýnn og góður í allan máta. í sama máta smíðaði eg tvö gólf af baðstofu
fyrir síra Pétur Jónsson og madömu Kristbjörgu Amadóttir, sem reynd-
ust mér alltíð sem bestu foreldrar.
Um haustið lenti eg norður í Hákonarstaði til Sveins Magnússonar, og
smíðaði hús undir baðstofulopti og sitthvað fleira. Þá dundu yfir fjár-
skaðaveður gróf á fjöllum uppi og víða í byggð. Svo fór eg í Hrafnkels-
staði aptur að ljúka við húsið, enn af því að eg var einn af Adamssonum
brotlegur, vildi kippa í kyn forfeðra fram í ættir, kenndi stúlka mér bam
á slætti um sumarið, sem var þá vinnukona hjá Sæbimi húsbónda á
Hrafnkelsstöðum. En þá kom nú til þyngri þrautin fyrir mér, þegar eg
átti að fara að leita trausts hjá mönnunum.
Sæbjörn skipaði mér strax í burtu með bamið og koma því einhvörs-
staðar niður, þegar presturinn síra Lárus Halldórsson var búinn að skíra
það, en stúlkan lá á sæng. Presturinn gaf mér skímartollinn, sem eg
hafði þó ekkert vik gjört fyrir. Svo fór eg til hreppstjórans, því hann
hafði gott kvenfólksráð, en það var nú ekki við komandi að hann tæki af
mér barnið, og var þó einn frændinn. Reyndist mér það satt, sem kunnig-
ur maður honum sagði við mig síðar, að hann mundi nýtur maður í
mörgu, en hörkuskratti.
Svo tók ein kona bamið í viku. Svo fór eg til Margrétar Halladóttur í
Bessastaðagerði, sem þó hafði heldur bágar kringumstæður, en vantaði
aldrei brjóstgæði til að gjöra gott. Hún lofaði eins mánaðar tíma, og hjá
henni er bamið enn. Svo gekk eg víðar um sveitina, til að koma fyrir
baminu, en þeir neituðu eins og Nabot (og þess verður getið sem gjört
er, sagði Grettir Asmundsson).
Nú voru sumir hnignir til moldar, sem vóru þeir föðurbræður mínir,
Pétur, sem fóstraði upp 6 fósturböm, Magnús þrjú og Jón, víst fyrir lítið
og ekki neitt og fleiri á þeirra dögum. Enn þeir höfðingjamir voru búnir
að sýna á mér góðverkið áður, að taka börnin sem eg átti og koma niður,
þegar það var búið að hjálpa mér til að gefa allt tapt.
Svo bættist það nú ofan á mig, að taugaveiki lagði mig í rúmið á
Hrafnkelsstöðum. Lá í 4 vikur rænulaus, gjörði sjónlítinn og heymar-
daufan, sem ekki hefur fengist aptur, enn sjónin að nokkru leyti, og svo
var bakið afllaust í heilt misseri, að eg gat ekki tekið upp kvartjels
þunga, missti minni, tapaði alveg mörgu sem eg kunni utanað. Sæbjöm
lét hjúkra mér sem föng vóru á legunni, útvegaði til mín læknir og með-
öl, og lofaði að borga, sem þó að líkindum hefur fyrirfarist, því læknir
kvaddi mig borgunar ári síðar, sem réttast var.
Þegar ég fór ögn að hressast fór eg að smíða þar og dróst það fram á