Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 207
MÚLAÞING
205
ekki lengra. Eg var óvilltur en þorði þó ekki að halda áfram, því eg var
hræddur að eg kynni að villast, og þótti líka illt að skilja þama við klár-
greyið, reiðfærið og rokk, sem eg hafði á bakinu, og lagðist undir stein
sem eg var staddur hjá og lét mig fenna þar, og þar lúrði eg um nóttina,
og þótti hún löng og ónotaleg. Um morguninn batnaði og kom bjart veð-
ur og þolandi færi, og þá bagsaði eg ofan í Miðhús og fékk góðar við-
tökur hjá Einari og Pálínu sem aðrir fleiri.
Eptir það tók eg að smíða baðstofuna og á Ekkjufelli var eg þegar
öskufallið og ósköpin dundu yfir Austurland annan dag páska, og man
þann dag til dauða, því hann var óskemmtilegur.
A milli kóngbænadags og uppstigningardags gekk eg upp í Fljótsdal
að finna suma menn, sem vóru búnir að fala mig til smíða, sem þá af-
flóst allt vegna öskufallsins sem margir misstu of mikinn hug við.
Þegar eg var á uppleið kom eg að Hreiðarstöðum og var fleira af fólk-
inu úti á hlaði og sýndist mér einhvörn veginn flóttalegt og horfði
stöðugt austur á Fljót, svo eg fer að spyrja hvað því valdi.
Oddur bóndi segir mér þá að það hafi gengið mikið á í morgun í Fljót-
inu. Það hafi einhvör óskapa skepna verið að brjótast um í Þolleifarár-
víkinni í morgun, sem það viti ekki hvað sé. Svo hafi það tekið rás út og
austur Fljót, að Grímsárósum, og komið hingað og þangað upp um ísinn
á leiðinni, en sé nú horfið nýlega. Það var súðahláka og Fljótið orðið
autt út á milli Staða, en samanhangandi þar fyrir utan, þó smágluggótt
og nokkur spilda auð við allt suðurlandið, út að Grímsárós. Eg var
stöðugt að horfa austur á Fljótið eins og aðrir, þá gætti eg að hvar það
kom upp austur af bænum og sýnd(ist) mér líkt stórum ferahring (ferær-
ing) á hvolfi og hélt inn með suðurlandi á móti vindi og straumi, þangað
til það stakk sér, og þá sýndust mér á því þrír hnúskar, einn að framan,
einn um miðjuna og einn aptast, og kom mér það líkast í sjón að sjá því
sem eg hefi séð krókodíl dreginn upp. Enn viðbragðið var ógna snöggt,
þegar það stakk sér, og þrisvar kom það upp á meðan eg stóð þama á
hlaðinu, hélt í sömu átt og fyrst og sýndist mér alteins í hvört sinn.
Svo fór eg á stað þaðan inn með Fljótinu, en þá eg kom milli Þolleifar-
ár og Ormastaðaár, mætir mér Einar Guttormsson bóndi á Arnheiðar-
stöðum og stendur við hjá mér stundarkom, og fer eg að segja honum
frá sýn þessari og rennum við augum til Fljótsins. Þá kemur það,
skrímslið, upp rétt á móti okkur og heldur inn eptir, stakk sér og hvarf
okkur.
Þá segir Einar mér, að vinnumaður sinn einn hafi komið utan úr Fell-
um í nótt og hafi getið um, að þegar hann var nálægt Ormastaðavíkinni,