Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 90
88
MÚLAÞING
Rantzau bréf til Pingels amtmanns, og virtist nú loks koma til álita, að
konungur myndi fallast á uppástungu hans frá 1747 um skipun nefndar-
dóms í málinu. Bað hann nú amtmann um að senda sér uppástungu sína
á tveimur hinum “nærmeste og beqvemmiste Betiente”, sem hann áliti
hæfa til þess að rannsaka og dæma málið.68 Þetta hefði þó átt að vera ó-
þarft, þar sem Pingel hafði áður stungið upp á tveimur mönnum í þessu
skyni, auk þess sem ætla má, að hann hafi enn verið staddur í Höfn, er
bréf stiftamtmanns var ritað.69 Er þar e.t.v. að leita skýringarinnar á því,
hvers vegna ekki var beðið eftir nýrri uppástungu frá honum í þessu
skyni.
Aðeins nokkrum dögum síðar (14. maí) gaf Friðrik konungur fimmti
út tilkynningu um skipun nefndardóms í málinu, og var forsendan fyrir
því talin vera bamsfaðemislýsing Sunnefu á hendur Wíum frá árinu
1743 og sú grunsemd, sem léki á því, að Wíum hefði talið hana á (“for-
maaet hende”) að lýsa Jón bróður hennar föður þess. Inntak skipunar-
innar var annars í aðalatriðum sem hér segir:
1. Nefndardómarar (Commissarier) í málinu voru skipaðir þeir Björn
Markússon, þá nýorðinn varalögmaður sunnan og austan, og Þórarinn
Jónsson, sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu. Var þeim fyrirlagt að taka að
sér nákvæma rannsókn málsins og hafa leitt til lykta innan eins árs.
Einnig var lagt ríkt á við þá að tilkynna amtmanni strax, ef þeir skyldu
forfallast, enda hafði hann fengið skipun um að setja strax annan í stað
hins forfallaða. 2. Amtmaður skyldi skipa saksóknara til þess að flytja
(“udföre”) málið gegn Wíum fyrir nefndardóminum. 3. Öll vitni, sem á-
litin væru nauðsynleg til að gefa upplýsingar í málinu, væru skyldug að
koma fyrir rétt án undantekningar. 4. Að síðustu var svo fyrir mælt við
amtmann að víkja Hans Wíum frá sýslumannsembætti, þar til málið
væri endanlega til lykta leitt, og skipa í hans stað tvo aðra “dygtige
Subjecta” til þess að fara með völd í þessum tveimur sýsluhlutum
Wíums á meðan.70 í krafti fyrrgreindra skipana lýsti Pingel því yfir á al-
þingi um sumarið, að Hans Wíum væri vikið frá embætti, þar til nefnd-
ardómaramir hefðu fjallað um málið, en í embætti hans væri aftur skip-
aður Jón Sigurðsson frá Holti í Mýrdal.71 Skyldi hann fara með völd
bæði í mið- og syðsta hluta Múlasýslu, “Saa vidt Deelingen imillem
ham og den Constituerede Sysselmand strecker sig”, eins og segir í
skipun hans. Jafnframt var hann skipaður setudómari í máli Sunnefu og
Wíums. Sama dag gaf Pingel út skipun til Péturs um að vera áfram sak-
sóknari í málinu gegn Wíum. Enn fremur skyldu sakbomingarnir, Jón
og Sunnefa, sem allra fyrst afhent honum til gæzlu og haldin á kostnað