Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 41
MÚLAÞING
39
frá fyrri beinagrindinni áðumefndu, fundum við aflangan stein. Steinn
þessi var með sléttum flötum og ferkantaður, ca. 0,30 m á hvem kant.
Hann virtist liggja langt inn í bakkann og vera langur mjög. Um 0.40 m
af honum stóð inn í gryfjuna. Ekki gátum við losað steininn þótt við
tækjum á enda hans af öllum kröftum. Við gripum því til sleggjunnar og
brotnaði hann við fyrsta högg, þvert yfir, fast við gryfjubarminn. Við
náðum þá í þann hluta steinsins, sem inn í gryfjuna stóð, sem var allstórt
stykki. Við athugun kom í ljós, að steinn þessi var eldi farinn, líkt og
hlóðarsteinar.
Þetta haust var ekki unnið meira við byggingu votheysgryfjunnar.
Ég minnist þess, að dag nokkum þegar við höfðum lokið greftrinum,
kom nágranni minn, Sigurður Vilhjálmsson bóndi á Hánefsstöðum að
Þórarinsstöðum.
Hann tók mig á eintal og spurði um beinafundinn. Hann sagði að
Hjálmar bróðir sinn hefði sagt sér frá honum og kvaðst gjaman vilja
skoða gryfjuna að innan.
Ég hafði nefnt það við Hjálmar sýslumann að ég vildi helst að beina-
fundur þessi spyrðist ekki út fyrst um sinn hér um slóðir af áðurgreind-
um ástæðum.
Þetta vissi Sigurður. Hafði Hjálmar bróðir hans sagt honum málavexti
og Sigurður kom fram samkvæmt þeim. Ég hafði komið stiga fyrir í
gryfjunni meðan á greftrinum stóð, og var hann þar enn þegar Sigurður
kom. Var því hægt um vik að skoða hana. Sigurður skoðaði gryfjuna allt
um kring, en varð lítils áskynja. Þó sá hann nokkur bein í veggnum, sem
höfðu skorist í sundur við gröftinn.
Hverskonar bein það voru er órannsakað. Að skoðun lokinni varð Sig-
urði að orði: “Hér er vissulega verðugt rannsóknarefni”. Ekki veit ég þó
til að Sigurður hafi minnst á beinafund þennan í ritum sínu. Ég minnist á
þetta hér vegna þess að Sigurður Vilhjálmsson er eini maðurinn, að okk-
ur Bimi undanskildum, sem kom til að skoða hvað í gryfjunni væri að
sjá.
Ég hafði aldrei minnst á beinafundinn við konu mína meðan við vor-
um á Þórarinsstöðum. Sagði hún mér að aldrei hafi hún neitt um hann
heyrt, fyrr en ég sagði henni frá honum nokkrum árum seinna.
Það em nú liðin allmörg ár síðan ég festi frásögn um beinafundinn á
blað.
Það sem að framan er skráð er tekið eftir minnisblöðum sem ég átti frá
þeim tíma sem vinnan við votheysgryfjuna stóð yfir. Eftirfarandi er við-
bót við þá frásögn.