Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 114

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 114
112 MÚLAÞING þeim tilgangi að stytta ævidaga sína.117 Ekki geta þó aðrar heimildir um þetta, en engu að síður er ekki útilokað, að það hafi átt við einhver rök að styðjast, til dæmis hefði dauði Sunnefu getað átt einhvem þátt í því, enda átti Jón skammt eftir ólifað. Hins vegar getur Gísli þess ekki og er næsta ólíklegt, að þessi sinnisveiki Jóns hafi verið komin til, er hann gekkst við sökinni á Ljósavatnsþingi tveimur árum áður, og getur því skýring Gísla engan veginn talizt fullgild rök fyrir játningu Jóns, jafnvel þótt eitthvað væri hæft í henni. Sem fyrir var mælt, átti Wíum að leita úrskurðar konungs á dómi yfir- réttar, og um haustið (7. nóvember 1758) ritaði Rantzau langa og ýtar- lega bænaskrá til konungs um að Jón yrði náðaður frá lífláti. Taldi hann sök Jóns í síðara blóðskammarmálinu ósannaða, þar sem Sunnefa hafi frá upphafi neitað því harðlega allt fram í andlátið og hefði sennilega lagt eið að því, ef Wíum hefði ekki komið í veg fyrir það með mótmæl- um sínum, því “den som i saa Fald enten Physice eller Moraliter hindres fra Eedens Aflæggelse, agtes dog for fuldkommen som Eeden var aflagt, serdeeles in hoc Passu da hun vedbliver sin Benægtelse i sit sidste Aande-dræt”. Einnig færði hann Jóni til málsbóta hið langa varðhald, svo og æsku og fávizku þeirra beggja. Fór hann fram á, að Jón mætti halda lífi, en yrði í þess stað dæmdur í ævilanga þrælkunarvinnu í jámum.118 Varð konungur við þeirri ósk, og hinn 1. desember 1758 var gefin út tilkynn- ing til stiftamtmanns um, að dómi yfirréttar yfir Jóni skyldi breytt þannig, að í stað þess að missa lífið, skyldi hann settur í ævilanga þrælkunarvinnu í jámum “udi Citadellet Friderichshaun”.119 Þennan úr- skurð tilkynnti Magnús amtmaður Wíum með bréfi, dagsettu 19. júní 1759 og fyrirskipaði honum að senda Jón til Kaupmannahafnar með skipum þess árs “til Overbevering i Schlaveriet”.120 Með úrskurði konungs var loks bundinn endi á mál systkinanna, og höfðu þau þá staðið yfir í nær því tuttugu ár samfellt, ef fyrra blóð- skammarmál þeirra er einnig talið með, og mun það vera algert eins- dæmi í íslenzkri réttarfarssögu. Hins vegar var Jón aldrei fluttur utan, þar sem hann lézt, áður en til þess kæmi. Hefur hann sennilega andazt fyrri hluta árs 1759, eða áður en Austfjarðaskip fóru af landinu. Gísli Konráðsson segir, að Jón hafi tekið sótt “þrem vikum eptir þing” (senni- lega alþingi 1758) og andazt.121 Má vel vera, að það sé rétt með farið, en þá hefur líka náðunarbeiðni Rantzaus verið unnin algerlega fyrir gýg. Um dánarorsök Jóns er annars engar aðrar upplýsingar að hafa, en ætla má, að hann hafi verið orðinn saddur lífdaga, er hann lézt, enda búinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.