Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 84
82
MÚLAÞING
En þrátt fyrir skipanir amtmanns og jafnvel hótanir um afsetningu
virðist hvorugur þeirra hafa aðhafzt nokkuð frekar í málinu þetta ár og
ekki heldur hið næsta (1745). Sömu sögu er að segja um Brynjólf Gísla-
son sem vera átti til vara, ef Sigurður forfallaðist. Hann mun einnig hafa
ritað amtmanni afsökunarbréf og borið við ýmsum ástæðum, m.a. veik-
indum.44 Þetta verður að teljast furðuleg óhlýðni við einn valdamesta
mann landsins, þar sem ekkert bendir til þess, að neinn þessara manna
hafi verið hliðhollur Wíum á nokkum hátt. Þorsteinn var að vísu orðinn
nokkuð aldraður, en hinir tveir voru báðir á bezta aldri og því mjög
ósennilegt, að veikindi hafi getað hindrað þá alla frá því að framkvæma
þetta verk. Er því líklegast, að orsakimar til þessarar óhlýðni þeirra hafi
einkum verið fyrrgreindir erfiðleikar, sem hlutu að vera á málshöfðun-
inni og e.t.v. hið mikla vald (“Authoritæt”), sem Hans virðist þá hafa
haft á Austurlandi.45 Síðar lét Wíum svo um mælt, að skipanir þessara
manna hefðu aðeins verið gefnar út “pro forma” en ekki í alvöru, og
gæti virzt svo sem eitthvað væri hæft í því, a.m.k. verður þessi óhlýðni
þeirra við yfirboðarana vart skilin á annan veg.46 Á alþingi sumarið
1744 var því mál þetta aldrei tekið fyrir, eins og amtmaður hafði ætlazt
til, þar sem engin rannsókn hafði verið gerð í því þá. Var Hans Wíum
þó staddur á þessu þingi.47 Nokkru eftir alþing (26. ágúst 1744) ritaði
Magnús lögmaður Ochsen stiftamtmanni bréf um þetta mál, enda hafði
Lafrentz amtmaður, sem hingað til hafði haft veg og vanda af rekstri
málsins, látizt í ársbyrjun það ár, en nýr maður hafði þá enn ekki verið
skipaður í hans stað.48 Rakti Magnús mjög ýtarlega, hversu til hefði
gengið um alla rannsókn málsins og segir þar m.a.:
“Men det er at beklage, at alle hans (c: Lafrentz) herudinden giörde Anstalter,
ere til Dato frugteslöse, og ingen Vidner forhörte. Saa som Sysselmand Thorst-
en Sigurdsen er gamel og svag, Sysselmand Sigurder Stephenssen og Brinjolf-
ver Gisleson ligeleedes foregiver sin Svaghed. Wium erbyder sig at giöre Eed.
Delinqventinden derimod bliver ved sin Udleggelse, og siger, at vil döe paa sin
Bekiendelse”.
Þá kvað hann skorta hentugan sækjanda til þess að rannsaka málið og
stakk upp á Pétri, syni Þorsteins sýslumanns, þá nýútskrifuðum lög-
fræðingi, í þessu skyni. Ætti að fela honum að draga fram í dagsljósið,
allt sem upplýst gæti málið einkum að rannsaka nákvæmlega, hvað átt
hefði sér stað á héraðsþinginu:
“saa vel om Delinqventernes Forhör for Rætten, som Tingmændenes Antal,