Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 199
MÚLAÞING
197
óskemmdan frá því öllu. Þrisvar lenti eg í snjóflóðum og með forustu-
sauðinn í höndunum í hvört sinni. Hann vildi með aungu móti ganga í
skaflana. Hann var vitrari en eg í því falli, en eg hugsaði hann skyldi
fara samt og dró hann útí fannimar, en þegar kom á miðja leið, sprungu
skaflamir og við báðir á stað, og einu sinni fyrir háa hamra, en við vor-
um altént ofan á þegar standsaði. En þegar Flekkur kom til fjárins aptur,
stóð hann ekki við, heldur fór umyrðalaust á undan. Eg hjálpaði margri
sauðskepnunni úr flugum þar úr árgljúfrunum, því eg var mesti köttur í
klettunum, eg lærði það snemma á Þorgerðarstöðum. Þegar eg var lítill
strákur tolldi eg hvörgi nema upp um alla kletta. Einu sinni lenti eg allur
á kaf, ofan um ís á Keldánni, lengst inn á dal í 12 gráða frosti. Það var
minn siður að ganga eptir henni, því það var léttara en uppá landi, sem
er giljótt og hlíðbratt. Eg komst þó óskemmdur heim, því eg var dálítið
frískur í þá daga.
Við Níels póstur, síðar Eiríkur Sigurðsson lengi bóndi á Armótaseli
við Jökuldal, Einar bóndi á Stórabakka, þessir trítluðu nokkrum sinnum
saman í eptirleitir inn á öræfi og björguðu margri skepnu frá hungurs-
dauða, og lentu í margri glæfraför, á nótt sem degi. Eitt sinn hrapaði eg á
bólstri fyrir klett, en náði um steinnibbu niður á öðrum, mikið hærri
klett, en snarbrattur bólstur á báðar síður, og eg missti stafinn. Þá hafði
eg þau ráð, að eg tók vasahnífinn minn og sporaði mig með honum yfir
bólsturinn. Mér var inngefið það snemma í náttúruna að sjá fljótt ráð til
að bæta úr fleiru því verklega.
Þegar eg var á 19. ári greip mig taugaveiki í kaupstaðarferð og komst
við illan leik heim og lá í 5 vikur, og Gísli læknir Hjálmarsson sagði
mér, að hún hefði farið svo með mig, að eg fengi aldrei þá krapta eða
þroska, sem mér höfðu verið ætlaðir, hvörki til sálar né líkama.
Þegar eg hafði einn um tvítugt, fór eg í burt frá fósturforeldrum og þó
hálfnauðugur, því eg átti þar svo gott í alla staði, sem á þeim dögum
gerðist, og til foreldra minna á Bessastöðum. Og þá fór nú að smábreyt-
ast ævin, til ýmsra hluta annarra, einkum í því verklega. Þá komu nú
fyrst fyrir mig jarðbótastörf og byggingar. Það vor, þegar eg kom þang-
að, var mikið þurrkavor, og gat þá jörð ekki gróið fyrir vætuleysi, en
efra túnið liggur mjög hátt og sólbrann á hvörju ári þegar svo viðraði.
Lækur kemur ofan úr fjallinu, úr djúpu gili utan við túnið, og var farið
að veita honum á Niðurtúnið, sem bar mikinn ávöxt.
Nú fór eg að skoðast um bekki, hvört ekki mundi mega ná honum upp
úr gilinu fyrir ofan allar túnbrekkur, en til allrar ógæfu var eg nú ólærð-
ur, ekki búfræðingur, kunni ekkert til hallamælingar. En eg hafði gott út-