Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 71
múlaþing
69
þeirra og aldur á Desjarmýri 2. nóvember 1739. Upplýstist þá, að Sunn-
efa hefði ekki verið eldri en sextán ára, en bróðir henna fjórtán, er þau
henti yfirsjónin. A héraðsþingi á Bessastöðum í Fljótsdal 20. apríl 1740
var mál þeirra tekið til dóms að viðhöfðum öllum vanalegum formsat-
riðum, og játuðu þau þar brot sitt fríviljug. Dæmdi Jens Wíum þau bæði
til dauða, svo sem “Stóridómur” gerði undantekningarlaust ráð fyrir.
Skyldi Jón hálshöggvinn en Sunnefu drekkt, en samkvæmt þágildandi
lögum skyldi þó héraðsdómur, er varðaði dauðasök, ganga til úrskurðar
alþingis, áður en honum væri fullnægt9 A meðan voru systkinin í gæzlu
Jens Wíums á Skriðuklaustri, eða allt þar til hann hvarf í maímánuði um
vorið, sem áður getur.
Er Hans Wíum tók við embætti föður síns sumarið 1740, tók hann um
leið við gæzlu sakbominganna og framhaldi máls þeirra. Vegna sýslu-
mannsskiptanna var hins vegar ekkert aðhafzt í málinu á alþingi sumar-
ið 1740, þar sem Wíum hafði þá ekki tekið út neina réttarstefnu í því
vegna dóms föður hans.10 Hófust nú valdamenn landsins handa við að
sjá um staðfestingu dómsins, og má segja, að þar með væri markað upp-
hafið að öllum hinum fjölmörgu, en árangurslitlu tilraunum þeirra til
þess að fá mál systkinanna, sem í daglegu tali voru vanalega nefnd
“Sunnefumál”, leidd til lykta, enda varð það ekki að veruleika fyrr en
eftir hartnær tvo áratugi. A alþingi þetta sumar gaf Magnús Gíslason
lögmaður út stefnu til erfingja Jens Wíums og meðdómsmanna hans um
að verja fyrrgreindan dóm í máli systkinanna fyrir lögréttunni á næsta
alþingi. Þeim Jóni og Sunnefu var og stefnt til þess að svara til saka fyr-
ir blóðskammarbrot sitt.11 Eftir því sem næst verður komizt, dvöldust
systkinin bæði á Skriðuklaustri veturinn 1740-41 ásamt Hans Wíum,
sem mun hafa átt að hafa þau í gæzluvarðhaldi. Samkvæmt þágildandi
lögum var skylt að hafa slíka afbrotamenn í mjög ströngu varðhaldi,
helzt jámum, en því virðist ekki hafa verið beitt við hvomgt þeirra,
heldur hafi þau farið allra sinna ferða frjáls og óhindruð. Um fardaga-
leytið um vorið (í 6. viku sumars) lét Hans flytja Sunnefu að Egilsstöð-
um, sem hann hafði þá enn til ábúðar,12 en hins vegar mun Jón hafa ver-
ið um kyrrt á Skriðuklaustri. Enga viðhlítandi skýringu er að fá á því,
hvers vegna þau voru skilin að þá, en gruna má ýmislegt í því sambandi
með hliðsjón af því, sem síðar gerðist.
A alþingi 1741 var Hans Wíum til staðar ásamt sakbomingnum Jóni,
en ekki Sunnefu. Hinn 11. júlí komu þeir fyrir lögréttuna ásamt Jóni
Þorsteinssyni fyrrum sýslumanni, sem sennilega hefur átt að vera verj-
andi Jóns Jónssonar, þótt þess sé ekki getið. Skýrði Hans þar frá því, að