Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 71

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 71
múlaþing 69 þeirra og aldur á Desjarmýri 2. nóvember 1739. Upplýstist þá, að Sunn- efa hefði ekki verið eldri en sextán ára, en bróðir henna fjórtán, er þau henti yfirsjónin. A héraðsþingi á Bessastöðum í Fljótsdal 20. apríl 1740 var mál þeirra tekið til dóms að viðhöfðum öllum vanalegum formsat- riðum, og játuðu þau þar brot sitt fríviljug. Dæmdi Jens Wíum þau bæði til dauða, svo sem “Stóridómur” gerði undantekningarlaust ráð fyrir. Skyldi Jón hálshöggvinn en Sunnefu drekkt, en samkvæmt þágildandi lögum skyldi þó héraðsdómur, er varðaði dauðasök, ganga til úrskurðar alþingis, áður en honum væri fullnægt9 A meðan voru systkinin í gæzlu Jens Wíums á Skriðuklaustri, eða allt þar til hann hvarf í maímánuði um vorið, sem áður getur. Er Hans Wíum tók við embætti föður síns sumarið 1740, tók hann um leið við gæzlu sakbominganna og framhaldi máls þeirra. Vegna sýslu- mannsskiptanna var hins vegar ekkert aðhafzt í málinu á alþingi sumar- ið 1740, þar sem Wíum hafði þá ekki tekið út neina réttarstefnu í því vegna dóms föður hans.10 Hófust nú valdamenn landsins handa við að sjá um staðfestingu dómsins, og má segja, að þar með væri markað upp- hafið að öllum hinum fjölmörgu, en árangurslitlu tilraunum þeirra til þess að fá mál systkinanna, sem í daglegu tali voru vanalega nefnd “Sunnefumál”, leidd til lykta, enda varð það ekki að veruleika fyrr en eftir hartnær tvo áratugi. A alþingi þetta sumar gaf Magnús Gíslason lögmaður út stefnu til erfingja Jens Wíums og meðdómsmanna hans um að verja fyrrgreindan dóm í máli systkinanna fyrir lögréttunni á næsta alþingi. Þeim Jóni og Sunnefu var og stefnt til þess að svara til saka fyr- ir blóðskammarbrot sitt.11 Eftir því sem næst verður komizt, dvöldust systkinin bæði á Skriðuklaustri veturinn 1740-41 ásamt Hans Wíum, sem mun hafa átt að hafa þau í gæzluvarðhaldi. Samkvæmt þágildandi lögum var skylt að hafa slíka afbrotamenn í mjög ströngu varðhaldi, helzt jámum, en því virðist ekki hafa verið beitt við hvomgt þeirra, heldur hafi þau farið allra sinna ferða frjáls og óhindruð. Um fardaga- leytið um vorið (í 6. viku sumars) lét Hans flytja Sunnefu að Egilsstöð- um, sem hann hafði þá enn til ábúðar,12 en hins vegar mun Jón hafa ver- ið um kyrrt á Skriðuklaustri. Enga viðhlítandi skýringu er að fá á því, hvers vegna þau voru skilin að þá, en gruna má ýmislegt í því sambandi með hliðsjón af því, sem síðar gerðist. A alþingi 1741 var Hans Wíum til staðar ásamt sakbomingnum Jóni, en ekki Sunnefu. Hinn 11. júlí komu þeir fyrir lögréttuna ásamt Jóni Þorsteinssyni fyrrum sýslumanni, sem sennilega hefur átt að vera verj- andi Jóns Jónssonar, þótt þess sé ekki getið. Skýrði Hans þar frá því, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.