Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 158
156
MULAÞING
Páll betur í þeim efnum, enda hefur hann líklega staðið betur að vígi þar
sem hann var 11 árum yngri en Bjami. Eftir þetta lá Bjama fremur kalt
orð til Páls ef minnst var á hann. Sagði hann þá gjama að sér væri sko
alveg sama þó að kalt blési um Pál Vigfússon.
Vorið 1921 tók Bjarni á leigu Armótasel í Jökuldalsheiði. Sigurður
Benediktsson frá Hjarðarhaga átti þá jörðina, en hann flutti með fjöl-
skyldu sína í Aðalból þá um vorið. Kona Sigurðar var Ólöf Óladóttir, en
hún var ættuð frá Þórshöfn.
Bjarni bjó nú einsetumaður á Armótaseli um hríð, en um vorið 1923
varð hann að víkja þaðan, þar sem Sigurður kom þá aftur með fjölskyldu
sína frá Aðalbóli. Bjami gerðist þá vinnumaður hjá Þorvaldi bónda í
Hjarðarhaga.
Þegar Bjami kom í Hjarðarhaga þá hittist svo á að Anna Einarsdóttir
var þar meðal vinnufólks, og hafi þau Bjami ekki verið búin að hittast
áður, þá gafst þeim nú tími til að kynnast. Máske hefur hún þá orðið
þjónustan hans eins og háttur var í þá daga. En hvað sem því líður, þá
mun þeim hafa samið bærilega, þrátt fyrir að Anna væri 15 ámm eldri
en Bjami. Þau munu hafa átt a.m.k. eitt sameiginlegt áhugamál, en það
var að ráða sér sjálf, vera ekki upp á aðra komin. Þau áttu nú bæði lang-
an vinnufólksferil að baki.
Ekki er að orðlengja það að bæði ákváðu þau að verða sér úti um jarð-
næði við fyrstu hentugleika.
Þrautagöngu lokið - Ekki lengur vistráðið hjú
Vorið 1924 bar svo við að Veturhús í Jökuldalsheiði losnuðu úr ábúð,
og jafnframt var jörðin til sölu, en hana áttu. þá erfingjar Péturs Krist-
jánssonar fyrr bónda á Hákonarstöðum. I jarðamatinu frá 1918 eru Vet-
urhús metin á 1200 krónur með húsum og mannvirkjum, og er það svip-
að og önnur býli í heiðinni á þeim tíma. Aður var jörðin virt á 4,7 hund-
mð í hreppstjórabókum Jökuldalshrepps, en hún var upphaflega byggð
úr landi Hákonarstaða.
Þar sem Anna Einarsdóttir var nú búin að fá sig fullsadda af vinnu-
konustarfinu, þá afréð hún strax að leita eftir kaupum á jörðinni. Mun
hún ef til vill áður hafa kynnst staðháttum þama er hún var vinnukona á
Hákonarstöðum.
Bjami Þorgrímsson þekkti líka heiðina. Hafði hann verið þar viðloð-
andi undanfarin ár, og hefur honum litist nokkuð vel á að búa með fé í
þessum gróskumiklu heiðalöndum. Varð þess vegna að samkomulagi
hjá þeim að leita eftir kaupum á jörðinni og skyldi Anna leggja til pen-