Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 89
MÚLAÞING
87
Þær ráðstafanir, sem Pingel segist hafa gert í málinu, eru sennilega
fyrmefnd uppástunga hans til konungs um skipun nefndardóms í því,
sem þó var að engu sinnt þá. Öðru er ekki til að dreifa frá Pingels hendi
á þessum tíma, því að eins og komið hefur fram, virðist hann aldrei hafa
framkvæmt hina ströngu skipun konungs frá árinu 1748 um skipun nýs
setudómara og sækjanda. Vafalaust hefur hún þó orðið til þess að minna
Pingel á, að Sigurður Brynjólfsson hafði enn ekki verið yfirheyrður um
þátttöku sína í dauðadómi Wíums yfir systkinunum vorið 1742, enda
þótt hann hefði falið Pétri Þorsteinssyni að framkvæma það verk þá
þegar árið 1745. Hinn 19. júlí 1749 fyrirskipaði hann Bjama Nikulás-
syni sýslumanni að yfirheyra og taka þingvitni af Sigurði um það, hvort
hann hefði verið meðdómsmaður Wíums í nefndum dómi.64 Það upp-
lýstist síðar, að Sigurður hefði verið til heimilis á Bessastöðum árið
1742, er þingið var haldið þar, en nú var hann búsettur í Kálfafellskoti í
Fljótshverfi.65 Eftir skipun amtmanns lét Bjami sýslumaður taka þing-
vitni um svör Sigurðar við áðurgreindri spurningu á héraðsþingi í Mörk
við Kleifaþingstað 8. ágúst 1749. Neitaði Sigurður því með öllu að hafa
verið á fyrmefndu þingi og hvorki skrifað sjálfur, látið skrifa, né gefið
nokkrum öðrum leyfi sitt til þess, að nafn hans væri skrifað undir dóm-
inn. Að sönnu kvaðst hann hafa heyrt sagt, að nafn hans stæði þar skrif-
að, en aldrei hefði hann séð það fremur en dóminn sjálfan.66
Fleira var ekki aðhafzt í rannsókn málsins tvö næstu árin, af hvaða
orsökum sem það hefur stafað. Vera má, að þær breytingar, sem urðu á
æðstu stjóm landsins árið 1750, hafi að einhverju leyti orðið til þess að
tefja fyrir framgangi málsins. Henrich Ochsen stiftamtmaður lézt árið
1750, en við tók Otto Manderup greifi af hinni kunnu aðalsætt Rantzau,
en eins og áður er getið var Jóhann “þýzki”, langafi Hans Wíums,
einnig af þeirri ætt og því vafalaust einhver skyldleiki með þeim.
Rantzau fékk jafnan orð fyrir að vera velviljaður Islendingum, t.d. segir
Magnús Ketilsson, að hann hafi verið “sannur íslands patrón”, sem var
hið mesta hrósyrði. Haustið 1750 sigldi Pingel amtmaður utan og dvald-
ist þar til næsta sumars, en á meðan gegndi Magnús lögmaður embætti
hans.67
Svo er að sjá sem við þessi embættismannaskipti hafi aftur komizt
einhver hreyfing á rannsókn málsins. Má vera, að Pétur hafi beitt áhrif-
um sínum í þá átt við Rantzau, sem einnig gæti hafa viljað verða við ít-
rekaðri beiðni Wíums, um það að málinu yrði hraðað. Þá er heldur ekki
óhugsandi, að Magnús lögmaður hafi beitt nýfengnu valdi sínu til að-
gerða í málinu, þótt það komi ekki fram. Vorið 1751 (6. maí) ritaði