Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 155
MÚLAÞING
153
samt konu sinni Guðrúnu Guðmundsdóttur, en hún var allmiklu eldri en
Bárður, fædd 1797. Hún var ættuð úr Mýrdal, og var Bárður seinni mað-
ur hennar. Þau hjón áttu ekki börn saman.
Þau hjónin tóku sig upp úr Meðallandinu 1861 og fluttu suður á land
með fósturdóttur sína - að Laxnesi í Mosfellssveit. Ekki höfðu þau lengi
búið í Laxnesi þegar heimilisfaðirinn féll frá, en Bárður andaðist hinn
2/7 1863. Ekkjan bjó eitthvað í Laxnesi eftir hann, og hafði hún fóstur-
dóttur sína hjá sér, en 1870 er hún komin að Suður-Gröf sem próventu-
kona. Þá er hún orðin gamalmenni, enda um 74 ára aldur, en þó er fóstur-
dóttirin enn á hennar vegum, enda vart komin af bamsaldri, eða 13 ára.
Guðrún eldri deyr svo 1874, og Guðrún Einarsdóttir er vinnukona í
sveitinni næstu ár, en um 1884 er hún orðin bústýra á Blikastöðum í
Mosfellssveit, og hún er talin vera húsmóðir þar 1886. Hún giftist þann
7/8 1886 Guðmundi Kláussyni f. 17/1 1852, bónda í Óskoti. Sonur
þeirra var Ólafur Ingvar f. 22/9 1884, og einnig munu þau hafa átt Unu,
f. líklega um 1887.
Guðrúnu Einarsdóttur varð eigi auðið að búa lengi í Mosfellssveitinni,
því að hún andaðist hinn 5/7 1890 í Óskoti aðeins tæpra 33 ára að aldri.
Austur í Múlasýslur
Árið 1886 kom los á fjölskylduna á Slýjum eftir 24 ára búskap þar.
Fór Einar þá austur í Homafjörð og var vinnumaður að Holtum á Mýr-
um næsta ár, en Una varð eftir á Slýjum ásamt tveim eða þrem bömum
þeirra. Hélt hún búskapnum áfram á Slýjum uns hún um vorið 1887 hélt
á eftir manni sínum austur í Hornafjörð ásamt þrem börnum þeirra sem
verið höfðu með henni heima á Slýjum veturinn áður. Sum þeirra stað-
næmdust eitthvað í Suðursveit og á Mýmm, en 1890 eru þau hjónin Ein-
ar og Una komin í vinnumennsku að Kleif í Fljótsdal. Hjá þeim er þá
yngsta bam þeirra, Jóhanna 13 ára. Á Kleif bjuggu þá hjónin Guðni
Ambjörnsson og Signý Jónsdóttir, en þau urðu síðar búendur á Grunna-
vatni í Jökuldalshreppi. 1892 komu þau systkinin Bárður og Anna að
Brekku í Fljótsdal, hann frá Holtum á Mýrum en hún frá Geithellum í
Álftafirði.
Þarna var Anna loks komin til Austurlands sem hún átti aldrei eftir að
yfirgefa upp frá því. Hún var nú næstu árin í vist á ýmsum bæjum á Hér-
aði - oft ekki nema árið á sama stað. Tvö systkinanna, þau Bárður og Jó-
hanna, giftu sig um 1895. Eftir það mun Anna ekki hafa haft mikið af
þeim að segja, og þau fóru bæði vestur um haf skömmu eftir aldamótin
eins og áður er sagt.