Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 129
MÚLAÞING
127
Þrátt fyrir þessa annmarka má þó segja, að komið hafi skýrt fram, að
viðhorf Wíums til réttarfarsins hafi á margan hátt verið óvenjulegt og í
engu samræmi við tíðarandann eða það, sem talið var hæfa slíkum emb-
ættismanni. Segja má með allmiklum rökum, að afskipti hans af
Sunnefumálunum skjóti þar ekki skökku við, því að eins og fram hefur
komið, virðist engin sérstök ástæða til að sakfella hann í þeim málum.
Bent var á nokkrar ástæður, sem hefðu getað legið þarna að baki, og
skal að lokum farið nokkrum orðum um sérhverja þeirra.
1. Fátt hefur komið fram, sem bendir sérstaklega til þess, að Wíum
hafi verið hirðulausari um embættisstörf sín en almennt gerðist á þeim
tíma. Vankantarnir á Sunnefumálunum verða bezt skýrðir út frá öðru
sjónarmiði en því, að hirðuleysi einu hafi verið um að kenna. Alþýðu-
hylli hans og hjálpsemi við bágstadda bendir líka síður til þess, og því
er eðlilegast að leita annarrar skýringar á þeirri linkind, sem hann virðist
hafa sýnt mörgum sakamönnum. Ekki verður þó þessi möguleiki útilok-
aður með öllu.
2. Wíum virðist að vísu ekki hafa hikað við að bjóða yfirvöldunum
byrginn, ef því var að skipta, en að öðru leyti kemur ekki fram, að liann
hafi beinlínis lagt sig fram um að ganga í berhögg við yfirvöld landsins
eða gerast brotlegur við lög og rétt. Verður því að telja þessa ástæðu
fremur ólíklega.
3. Góðmennska Wíums og samúð með smælingjum virðist hafa verið
alkunn, bæði fyrr og síðar. Er því ekki óhugsandi, að það hafi mótað af-
stöðu hans til réttarfarsins að einhverju leyti, einkum í þá átt að taka
vægara á minni háttar afbrotum og jafnvel að gerast hjálplegur saka-
mönnum.
4. Áður hefur verið á það bent, að Wíum muni hafa átt þess kost að
komast í snertingu við hugmyndir upplýsingarstefnunnar á námsárum
sínum, og til stuðnings því, að svo hafi í rauninni verið, má benda á eft-
irfarandi atriði: Wíum var bæði gagnmenntaður og vel að sér um flesta
hluti. Hann dvaldist í Kaupmannahöfn á þeim tíma, er upplýsingarstefn-
an var að byrja að festa þar rætur, sem áður er getið. Þær umbótatillögur
hans, sem hér voru nefndar, benda allar einnig í þá átt. Má því telja, að
þessi möguleiki sé ekki hvað sízt líklegur ásamt þeim síðast nefnda.
Að öðru leyti mun vart fást óyggjandi svar við þeirri spurningu. hver
var hin raunverulega orsök til hinna sérstæðu viðhorfa Hans Wíums til
réttarfarsmálanna.