Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 156
154
MÚLAÞING
Um beinar orsakir fyrir því, að þessi fjölskylda tók sig upp frá heima-
byggð sinni og flutti í annan landsfjórðung, er ekki hægt að vita neitt
með vissu. Geta má þess að undanfarandi áratugi, eða allt frá tímum
Skaftárelda, hafði legið straumur fólks úr Skaftafellssýslu austur á land.
Mun orsök þess vafalítið hafa verið landeyðing af völdum móðunnar á
meðan hún var, og ef til vill einnig erfiðleikar og einangrun vegna hinna
miklu vatnsfalla sem fara þurfti yfir ekki sjaldnar en vor og haust, en
lengst af á öldinni þurftu Skaftfellingar að sækja verslun suður til Eyrar-
bakka eða austur á Djúpavog. Verslunin á Papós tók ekki til starfa fyrr
en 1865.
Einar og Una munu bæði hafa látist fyrir aldamótin. Líklega munu
engir afkomendur þeirra vera á Austurlandi nú, svo að ég viti til, en ef til
vill eru einhverjir afkomendur þeirra sunnanlands og í Skaftafellssýslu.
Þeir sem eru af austfirsku bergi brotnir munu vera vestan hafs.
Lítið bólaði á breytingum til batnaðar hvað snerti efnalega og félags-
lega aðstöðu verkafólks í landinu á þessum árum. Það var ekki fyrr en
1902 sem lög um vinnulaun verkafólks við sjávarsíðuna voru staðfest af
konungi, en áður hafði lengi staðið í þrefi á Alþingi og málinu vísað frá,
eða það ládð í salt hvað eftir annað. Mun sumum hafa fundist að frestur
væri á illu bestur, eins og alltaf kemur fyrir þegar koma þarf áfram mál-
um sem ekki koma vel hinum betur stæðu í þjóðfélaginu.
Aðalinntak laganna frá 1902 var að verkafólk skyldi að jafnaði fá laun
sín greidd í peningum en ekki í vöruúttekt hjá kaupmönnum eins og ver-
ið hafði föst venja áður, nema með sérstöku samkomulagi milli aðila.
Þessi lög tóku þó ekki til vinnufólks í sveitum, og fékk það enn um
langa hríð laun sín greidd í ýmiss konar fríðindum, eins og tíðkast hafði
frá ómunatíð. Varð það enn um langa hríð að gera sér að góðu að sjá
aldrei peninga, heldur fékk það að hafa nokkrar kindur á fóðrum, enda
vafalaust heyjað fyrir þeim sjálft. Einnig mun það hafa átt að fá hjá hús-
bændum sínum eitthvað af nauðsynlegasta fatnaði - og sauðskinnsskó.
Heyrt hef ég þó að ýmis Jökuldalsbændur hafi stundum goldið kaupið í
peningum og hefðu þeir gert svo um alllangan tíma.
Vistráðið hjú - ævikjör vinnukonunnar
Anna Einarsdóttir frá Slýjum var nú vinnukona um skeið bæði í Fljóts-
dal og í Fellum, og ekki er gott að segja af hverju hún fór ekki til Amer-
íku eins og hin systkinin, en um þetta leyti voru báðir foreldrar hennar
dánir og ekkert náið skyldmenni hennar var nú lengur á þessum slóðum.
Þess vegna hefði hún ekki haft frá neinu að hverfa, en máske hefir það