Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 111
MÚLAÞING
109
um málið af æðra dómstóli. Var því Wíum fyrirskipað að stefna málinu
fyrir landsyfirréttinn á næsta ári og jafnframt að halda sakbomingana í
“forsvaranlegu” varðhaldi þangað til. Að þessu loknu var þingi slitið, en
áður lýsti Wíum sig allsendis óánægðan með niðurstöðu dómsins.109
Dómur þessi virðist frá leikmanns augum séð fremur óeðlilegur miðað
við kringumstæður, en kann þó að standast frá lagalegu sjónarmiði. Eft-
ir að Wíum hafði svarið eið fyrir bameign með Sunnefu, hæstiréttur
fullgilt meðferð hans á málinu og Jón hafði nú auk þess gengizt við fað-
erni bamsins sjálfviljugur, hefðu átt að vera fengnar allhaldgóðar sann-
anir fyrir því, að framburður Sunnefu væri rangur. Þrátt fyrir þessar
staðreyndir var enn reynt að benda á veilumar í héraðsdómi Wíums og
yfirheyrslum hans yfir systkinunum og nota þær sem átyllu fyrir því, að
Sunnefu yrði gefinn kostur á að sverja fyrir Jón, þótt reyndar megi
segja, að eina undankomuleiðin fyrir hana væri sú að kenna bamið ein-
hverjum öðrum en Jóni, þar sem Wíum var nú ekki lengur til að dreifa í
því sambandi. Hvað sem því líður, er hinn gjörbreytti framburður Jóns
Jónssonar á þessu þingi mjög athyglisverður, ekki sízt nú, þegar loks
virtist vera farið að hilla undir sýknu þeirra í málinu. Er hann því vart
skiljanlegur nema út frá því sjónarmiði, að Jón hafi talið sig sekan og
ekki viljað hylma lengur yfir það. Meira að segja er líklegt, að Sunnefu
hefði verið leyft að vinna eiðinn þegar á þinginu, hefði Jón haldið fast
við sakleysi sitt, og því má segja, að játning hans mæli eindregið með
sekt hans. Athyglisvert er það þó engu að síður, að hún skyldi koma
einmitt nú, er Wíum hafði tekið hann aftur í gæzlu sína.
Málið var því ekki útkljáð á þessu aukalögþingi, og leið nú fram á
árið 1757. Hinn 10. júní það ár gaf konungur út skipun til amtmanns, að
hann “foranstalte en Extra-rets Holdelse” til þess að leiða blóðskammar-
mál systkinanna til lykta.110 Það fórst þó fyrir, að Wíum stefndi málsað-
iljum fyrir yfirréttinn sumarið 1757, eins og honum hafði verið fyrir-
skipað, jafnvel þótt amtmaður gæfi honum aðvörun. Hafa því án efa
valdið óhjákvæmilegar orsakir, svo sem nú skal greint frá: Vorið 1757
er talið að harðindin miklu á þessum áratug næðu hámarki, en um
haustið (9. september) ritaði Wíum bréf til konungs og kvartaði mjög
yfir slæmum fjárhagsástæðum sínum. Kvað hann 66 jarðir vera komnar
í eyði í sýslunni og 260 manns hafa látizt þar úr hungri þetta ár, og sjálf-
ur sagðist hann ekki sjá annað, “end ieg og mine maa dóe í Hunger lig-
esom andre”.111 Það er því vel skiljanlegt, að slíkir erfiðleikatímar hafi
ekki verið heppilegir til stefnubirtinga og langferðalaga, og því hafi
málið farizt fyrir þetta árið. í annan stað hefur frestunin orsakazt af því,