Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 139
ÓLÖF ÞÓRHALLSDÓTTIR, FRÁ ORMSSTÖÐUM
Eldhúsgólfið á Ormsstöðum
Þegar faðir minn, Þórhallur Helgason trésmiður frá Skógargerði í
Fellum, flutti ásamt fjölskyldu sinni frá Seyðisfirði að Ormsstöðum í
Eiðaþinghá vorið 1929, byggði hann þar lítið timburhús sem við bjugg-
um í fyrstu árin.
I þessu húsi voru tvö herbergi á jarðhæð, smíðahús pabba og eldhúsið.
Uppi voru tvö herbergi undir súð. Hús þetta var á steyptum grunni og
var steingólf í smíðahúsinu, en í eldhúsið lagði pabbi gólf úr gólfborð-
um ofan á steininn.
Þetta eldhúsgólf varð mitt æfingaverkefni þegar ég skyldi læra það
þarfa verk, gólfþvott. Þá var sandþvegið, sem ekki var vandalaust að því
er mér fannst. Fyrst var að bleyta blettinn, sem tekinn var fyrir, strá síð-
an fínum sandi yfir og nudda svo vel með blautri gólfrýjunni sem saum-
uð var úr strigapoka. Seinast var að þvo sandinn vel af og þurrka blett-
inn. Auðvitað lá maður á hnjánum við þetta; en sandþvegin gólf urðu
fallega hvít og sápukaup spöruðust.
Veturinn 1933-34 var haldið miðsvetramámskeið við Eiðaskóla 1.-3.
mars. Meðal skemmtiatriða var leikur Matthíasar Jochumssonar,
Skugga-Sveinn, leikinn af nemendum skólans undir stjóm Þórarins Þór-
arinssonar. Þurfti þá að sjálfsögðu að útbúa leiksvið, en þá vandaðist
málið. Ekkert timbur var til sem hafa mætti í sviðsgólfið.
I þá daga varð ekki skroppið til Reyðarfjarðar um hávetur þó eitthvað
vantaði. Var nú fátt til ráða en nauðsyn mikil. Kom þá til kasta pabba,
sem var smiður skólans og smíðakennari, að finna einhver úrræði. Varð
það hans fangaráð að rífa upp gólfið í eldhúsinu heima og lána það í
sviðið. Þannig bjargaðist það mál.
Ein af ógleymanlegustu stundum ævinnar er mér kvöldið sem ég sá
Skugga-Svein leikinn þarna. Eg hafði þá ekki vit til að vera með neina
gagnrýni, en naut til fulls alls þess er fram fór á sviðinu; hvarf aftur í
aldir á vit ævintýra og útilegumanna, enda fór svo að þegar ég áratugum
seinna sá Skugga-Svein leikinn í leikhúsi af vönum leikurum þótti mér